Eitthvað er þessi charming ofensív hjá Alkan þessa dagana illa útfærð og ómstríð þykir mér. Svona eins og eitthvert afbrigði af „ korter í þrjú gæa”. Svoleiðis gæar fara sem kunnugt er aldrei „heim með sætustu stelpuna af ballinu”.
Að senda manni Bó innpakkaðann í álpappír ( hvers á Bó að gjalda) og láta „starfsfólkið” senda landsmönnum jólakveðju í formi rándýrrar og margendurtekinnar sjónvarpsauglýsingar þar sem allir eru syngandi glaðir, hjólandi um brosandi í að virðist háfjallalofti og hreinlætið allt í álverinu slíkt að framkvæma mætti þar skurðaðgerð án nokkurra þrifa. Þetta er auðvitað bara hallærislegt, vekur mann til umhugsunar hvar álversmenn hafa verið í 39 ár og 11 mánuði af þessum 40 árum og ekki síst ef mönnum er svona mikið í mun, allt í einu, að eyða peningum þessa dagana væri þá ekki nær að gefa þessar fúlgur til velferðamála.
Við Hafnfirðingar eru manna greindastir og getum vel gert okkur að góðu málefnalega umræðu um stækkun álversins. Hana er ekki að finna í rándyru en afar ómerkilegu auglýsingaskrumi frá Alcan. Bendi lesendum síðunnar hins vegar á ágæta síðu samtakananna Sól í Straumi um þessi mál.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli