Kom mér á spjöld sögunnar í gærkveldi ásamt meðspilurum mínum, Trausta Jóns og Markúsi Guðmunds, í rokkhljómsveitinni PLÚS. Lékum nokkur lög fyrir starfsmenn ÍTR sem héldu jólahóf í kjallaranum á Fríkirkjuvegi 11. Okkur telst til að þetta verði síðustu tónleikar í þessum merkilega sal og í þessu glæsilega húsi og því söguleg stund. Eins og kunnugt er mun ÍTR flytja í nýtt húsnæði á næstunni og borgin hefur ákveðið að selja húsið.
Þarna í kjallaranum var Jazzvakning stofnuð um miðjan áttunda áratug síðustu aldar og þar áður var þarna félagsmiðstöð þar sem að öll helstu bönd þess tíma komu fram. Ekki amalegt að hafa fetað í fótspör allra helstu jazzista landsins og sett punktinn fyrir aftan i-ið hvað sögu þessa menningarseturs varðar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli