miðvikudagur, 22. nóvember 2006

Messað í Malmö


Er í Malmö þessa dagana. Hlutskipti mitt og tilgangur ferðarinnar er að messa yfir skandinavískum ungdomsforskurum um íslenskar æskulýðsrannsóknir og ekki síst hina gagnmerku ritgerð mína um sögu félagsmiðstöðva, svo ég riti að kunnri hógværð um eigið ágæti. Hér eru því saman komin margir andans menn og konur í æskulýðsbransanum

Malmöborg hefur heldur betur tekið breytingum síðustu árin. Í stað risalyftu Kokums skipasmíðastöðvarinnar sálugu, sem lengi var helsta kennileiti borgarinar, þá hafa arkitektar fengið lausan tauminn. Árangurinn finn og í formi snúinnar byggingar sem gnæfir yfir borgina. Birti hér mynd að þessu mannvirki. Ekki spurning að bregða sér á efstu hæðina og njóta þeirra fegurðar sem Eyrarsundið hefur upp á að bjóða.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli