Hef sem kunnugt er bardúsað eitt og annað í verkalýðsmálum í gegnum árin. Þar voru ,eru og verða ærin verkefni . Sem betur fer hefur verkalýðshreyfingin og sérstaklega við innan BSRB átt að skipa hæfu forystufólki. Sérstaklega vill ég í því sambandi nefna Ögmund Jónasson vin minn og samstarfsmann til margra ára á vettvangi verkalýðsmála.
Ögmundur hefur í störfum sínum fyrir BSRB sýnt eindæma ósérhlífni og ávallt verið boðinn og búinn til þess að leggja fólki lið. Ögmundur tekur ávallt upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu. Ögmundur fer ekki í manngreiningarálit og gerir ekki greinarmun á fólki vegna pólitískra skoðana þeirra. Í BSRB er fólk úr öllum kimum samfélagsins og sem formaður þeirra samtaka nýtur Ögmundur verðskuldaðs og gríðarlegs trausts eins og berlega kom fram á þingi BSRB fyrir skömmu.
Ögmundur hefur sem þingmaður reynst verkalýðshreyfingunni mikill akkur. Hann hefur staðið vörð um öll þau mál er varða kaup, kjör, lífeyrisréttindi og aðstæður launafólks í landinu. Velferðarmál í víðasta skilningi eru honum einnig hugleikin og þar hefur hann beitt sér af krafti .
Verkalýðshreyfingin verður að hafa kraftmikinn málsvara á Alþingi og sennilega hafa aldrei verið ríkari ástæður og meiri nauðsyn en einmitt núna. Ögmundur er algerlega réttur maður á réttum stað sem verkalýðsforingi og þingmaður. Ég hvet því alla þá sem taka þátt í forvali VG um helgina að tryggja honum verðugan sess.
fimmtudagur, 30. nóvember 2006
miðvikudagur, 29. nóvember 2006
Vågar flugvöllur
Nú veit ég hvað menn meina þegar þeir segja að aðflug að Vågaflugvöll í Færeyjum geti verið mjög erfitt. Kom hingað til Færeyja í gær frá Kaupmannahöfn en í stað þess að ferðast beint heim frá Malmö, til að stoppa þar í einn dag og til þess að fara þann næsta til Færeyja í gegnum Köben, þá heimsótti ég æskuvin minn sem býr í Danmörku og fór síðan beint frá Köben til Færeyja þar sem ég funda nú með félögum mínum í stjórn ungmenningar verkefnisins Ung i Norden.
Flugferðin sem slík var með öllu tíðindalaus eða allt þar til við fórum að nálgast eyjarnar fögru, sem engin leið var að sjá þar sem mjög láskýjað var. Þannig háttar til að vindur blés af miklum móð frá suðvestri. Sem þýðir það að aðflug er úr norðri og vindur er nánast þvert á braut. Aðstæður eru einnig þær að flogið er inn langan fjörð og innst inni í firðinum eru háir þverhníptir bergveggir til beggja hliða sem þrengja verulega aðflugið því þar rétt fyrir innan er sjálfur flugvöllurinn, sem auk þess er í styttra lagi vegna staðhátta.
Hvað með það. Aðflug í blindflugi er ekki endilega það þægilegasta en það er það öruggasta. Hinn ágæti kapteinn tjáði okkur að það yrði nokkur ókyrrð sem voru orð að sönnu. Og ekki leist mér á blikuna þegar einhverjir farþegar héldu ekki lengur niðri veitingunum. Verst þótti mér hins vegar að sjá ekkert út. Ekki veit ég hvað tímanum leið en eftir ca 6 – 8 mínútna óþægilegt skak þá tilkynnir kapteinninn að það verði enn meiri ókyrrð, sem varð og ef einhverjir kostir voru við það, þá voru það þeir að nú mátti sjá til jarðar, Við vorum sem sagt komin innarlega í fjörðinn og vorum stödd rétt fyrir utan þessar þrengingar. Heldur tók nú vélin að hristast og ekki bara upp og niður, því hún hallaði á alla kanta og maður var fjarri því að vita hvert hún stefndi hverju sinni. Í mestu dýfunum lét fólk í sér heyra og sjálfur var ég orðin logandi nervös og leið eins og í versta rússíbana.
Og viti menn skyndilega erum við komin út úr þessu og í gamla skakið og sterkan hliðarvind, sem manni þótti nú bara fínt og ekki síst flugvöllurinn sýnilegur framundan. Lentum með ágætum og allir fegnir að hafa fast land undir fótunum. Færeyingarnir voru á því að þetta aðflug hefði verið með allra versta móti en þeir kalla ekki allt ömmu sína í þessum efnum og eru vanir óblíðum veðuröflum. Ég hef hins vegar oft komið hingað með flugi og aldrei lent í neinu viðlíka og reyndar aldrei á ferðum mínum um víðan völl síðustu árin. Fer í beint reynslubankann þar sen hugtakið ókyrrð fær nýja vídd. Hættulegt flug? – nei held ekki, fyrst og fremst afar óþægilegt - þessar vélar eru smíðar til að þola og standast gríðarlegt álag - mun og miklu meira en hér var gert að umfjöllunarefni ... sem betur fer.
Flugferðin sem slík var með öllu tíðindalaus eða allt þar til við fórum að nálgast eyjarnar fögru, sem engin leið var að sjá þar sem mjög láskýjað var. Þannig háttar til að vindur blés af miklum móð frá suðvestri. Sem þýðir það að aðflug er úr norðri og vindur er nánast þvert á braut. Aðstæður eru einnig þær að flogið er inn langan fjörð og innst inni í firðinum eru háir þverhníptir bergveggir til beggja hliða sem þrengja verulega aðflugið því þar rétt fyrir innan er sjálfur flugvöllurinn, sem auk þess er í styttra lagi vegna staðhátta.
Hvað með það. Aðflug í blindflugi er ekki endilega það þægilegasta en það er það öruggasta. Hinn ágæti kapteinn tjáði okkur að það yrði nokkur ókyrrð sem voru orð að sönnu. Og ekki leist mér á blikuna þegar einhverjir farþegar héldu ekki lengur niðri veitingunum. Verst þótti mér hins vegar að sjá ekkert út. Ekki veit ég hvað tímanum leið en eftir ca 6 – 8 mínútna óþægilegt skak þá tilkynnir kapteinninn að það verði enn meiri ókyrrð, sem varð og ef einhverjir kostir voru við það, þá voru það þeir að nú mátti sjá til jarðar, Við vorum sem sagt komin innarlega í fjörðinn og vorum stödd rétt fyrir utan þessar þrengingar. Heldur tók nú vélin að hristast og ekki bara upp og niður, því hún hallaði á alla kanta og maður var fjarri því að vita hvert hún stefndi hverju sinni. Í mestu dýfunum lét fólk í sér heyra og sjálfur var ég orðin logandi nervös og leið eins og í versta rússíbana.
Og viti menn skyndilega erum við komin út úr þessu og í gamla skakið og sterkan hliðarvind, sem manni þótti nú bara fínt og ekki síst flugvöllurinn sýnilegur framundan. Lentum með ágætum og allir fegnir að hafa fast land undir fótunum. Færeyingarnir voru á því að þetta aðflug hefði verið með allra versta móti en þeir kalla ekki allt ömmu sína í þessum efnum og eru vanir óblíðum veðuröflum. Ég hef hins vegar oft komið hingað með flugi og aldrei lent í neinu viðlíka og reyndar aldrei á ferðum mínum um víðan völl síðustu árin. Fer í beint reynslubankann þar sen hugtakið ókyrrð fær nýja vídd. Hættulegt flug? – nei held ekki, fyrst og fremst afar óþægilegt - þessar vélar eru smíðar til að þola og standast gríðarlegt álag - mun og miklu meira en hér var gert að umfjöllunarefni ... sem betur fer.
miðvikudagur, 22. nóvember 2006
Messað í Malmö
Er í Malmö þessa dagana. Hlutskipti mitt og tilgangur ferðarinnar er að messa yfir skandinavískum ungdomsforskurum um íslenskar æskulýðsrannsóknir og ekki síst hina gagnmerku ritgerð mína um sögu félagsmiðstöðva, svo ég riti að kunnri hógværð um eigið ágæti. Hér eru því saman komin margir andans menn og konur í æskulýðsbransanum
Malmöborg hefur heldur betur tekið breytingum síðustu árin. Í stað risalyftu Kokums skipasmíðastöðvarinnar sálugu, sem lengi var helsta kennileiti borgarinar, þá hafa arkitektar fengið lausan tauminn. Árangurinn finn og í formi snúinnar byggingar sem gnæfir yfir borgina. Birti hér mynd að þessu mannvirki. Ekki spurning að bregða sér á efstu hæðina og njóta þeirra fegurðar sem Eyrarsundið hefur upp á að bjóða.
þriðjudagur, 14. nóvember 2006
Félagslegir timburmenn
Það fylgja því einhverskonar félagslegir „timburmenn” að hætta í verkalýðsmálum. Þegar maður hefur um langa hríð þurft að hafa skoðanir á hinum og þessum málum. Þurft að vasast í mörgu, standa í langvinnum átökum og vera í skotlínu endalaust þá myndast eitthvert tómarúm. Fínt að vera laus við ströglið, en er nokkuð sérkennileg tilfinning að hætta. Skiptir í engu hvort maður er búin að taka ákvörðun fyrir all nokkru þar um.
Það var annars fróðlegt að sitja á hliðarlínunni á aðalfundi STH og fylgjast með öllu bröltinu. Einhver titringur fór um sali þar sem fregn hafði um það borist að framámaður í tómstundageiranum myndi bjóða sig fram til formanns og hafi af fullri alvöru íhugað þau mál enda fengið fjölmargar áskoranir þar um og ekki síst vitneskju um víðtækan stuðning. Lengi dags stefni því í það að það yrðu formannskosningar á fundinum. Ekki varð af því og formaður því sjálfkjörinn en með þeirri yfirlýsingu að viðkomandi gæfi einungis kost á sér til eins árs? Ekki sterkt „statement” að mínu mati því að ár í verkalýðspólitík er eins og eitt lítið augnablik. Kjarasamningar nálgast og það hefur aldrei stýrt góðri lukku að hafa nýjan kapteinn í brúnni þegar siglt er í slíkum ólgusjó sem þeir eru.
Í verkalýðsmálum dugir ekki að tjalda til einnar nætur. Formenn þurfa að stimpla sig inn og gera sig gildandi. Embættið sem slíkt, eitt og sér hefur takmarkað gildi, það eru gerðir þess sem því sinnir, og traust félagsmanna sem skapa embættinu innihald og ekki síst kraftinn sem við bestu aðstæður er gríðarlegt afl. Og til þess er leikurinn gerður. Fagna því að Auður Þorkels og Elli Sigurbjörns komu inn í stjórn STH. Þau hafa bæði reynst dugmiklir trúnaðarmenn og hafa því allar forsendur til þess að standa sig vel í stjórn. Óska nýkjörinni stjórn velfarnaðar í sínum störfum.
En hvað með það ég þarf ekki einu sinni að hafa nokkra skoðun á þessu - hef skilað mínu og vel það og nú er það annarra að véla um slíkt – Einbeiti mér bara að því að ná úr mér hinum félagslegu timburmönnum og tilheyrandi hrolli sem ég vona að gangi bæði fljótt og vel.
Það var annars fróðlegt að sitja á hliðarlínunni á aðalfundi STH og fylgjast með öllu bröltinu. Einhver titringur fór um sali þar sem fregn hafði um það borist að framámaður í tómstundageiranum myndi bjóða sig fram til formanns og hafi af fullri alvöru íhugað þau mál enda fengið fjölmargar áskoranir þar um og ekki síst vitneskju um víðtækan stuðning. Lengi dags stefni því í það að það yrðu formannskosningar á fundinum. Ekki varð af því og formaður því sjálfkjörinn en með þeirri yfirlýsingu að viðkomandi gæfi einungis kost á sér til eins árs? Ekki sterkt „statement” að mínu mati því að ár í verkalýðspólitík er eins og eitt lítið augnablik. Kjarasamningar nálgast og það hefur aldrei stýrt góðri lukku að hafa nýjan kapteinn í brúnni þegar siglt er í slíkum ólgusjó sem þeir eru.
Í verkalýðsmálum dugir ekki að tjalda til einnar nætur. Formenn þurfa að stimpla sig inn og gera sig gildandi. Embættið sem slíkt, eitt og sér hefur takmarkað gildi, það eru gerðir þess sem því sinnir, og traust félagsmanna sem skapa embættinu innihald og ekki síst kraftinn sem við bestu aðstæður er gríðarlegt afl. Og til þess er leikurinn gerður. Fagna því að Auður Þorkels og Elli Sigurbjörns komu inn í stjórn STH. Þau hafa bæði reynst dugmiklir trúnaðarmenn og hafa því allar forsendur til þess að standa sig vel í stjórn. Óska nýkjörinni stjórn velfarnaðar í sínum störfum.
En hvað með það ég þarf ekki einu sinni að hafa nokkra skoðun á þessu - hef skilað mínu og vel það og nú er það annarra að véla um slíkt – Einbeiti mér bara að því að ná úr mér hinum félagslegu timburmönnum og tilheyrandi hrolli sem ég vona að gangi bæði fljótt og vel.
fimmtudagur, 9. nóvember 2006
STH 66 ára í dag
STH hið síunga félag er 66 ára í dag 9.nóvember en svo skemmtilega vill til að afmælið ber upp á sama degi og aðalfundur félagsins er haldin. Hvet STH félaga til þess að láta sjá sig í Skútunni Hólshrauni 3 kl 20:00 í kvöld.
mánudagur, 6. nóvember 2006
Hvað á hún að heita
Hef lítið sinnt síðunni undanfarið. Ekki það að ég hafi almennt eytt miklum tíma í þessi skrif. Þeir sem mig þekkja vitað að bæði ritrænt og munnlegt flæði hjá mér er í góðu meðallagi. Er hins vegar um þessar mundir að skipta um starf og því hafa ný viðfangsefni átt hug minn allan og því lítið sinnt skrifum.
Er sem sagt brátt að verða fyrrverandi formaður sem gerir það að verkum að Dagskinna getur ekki lengur heitið dagskinna formanns Starfsmannafelags Hafnarfjarðar. Þarf því að finna dagskinnunni nýtt nafn og auglýsi hér með eftir ábendingum þar að lútandi.
Síðan hefur reynst vel í baráttunni því á henni koma fram algerlega milliliðalausar upplýsingar og skoðanir og við engan að sakast nema mann sjálfan þegar eftir er haft. Félagsmenn hafa gengið að skoðunum formannsins vísum, sama á við um viðsemjendur okkar og fjölmiðla þegar að því hefur verið að skipta.
Margir hafa sent mér línu vegna pistla á síðunni og allur tilfinningaskalinn nýttur í þeim efnum. Hef oftast þakkað tilskrifin nema þegar að bréfritarar, sem reyndar eru örfáir, hafa ekki haft manndóm í sér til þess að skrifa undir nafni. Geri ekkert með slíkt enda hef ég tamið mér að tjá mig alltaf undir nafni og taka þar með fulla ábyrgð á öllu sem frá mér fer.
Ég þarf ekki lengur að hafa neina skoðun á málefnum starfsmannafélagsins eða Hafnarfjaðarbæjar frekar en mér sýnist, nema auðvitað sem almennur borgari í bæjarfélaginu. Og hver veit nema ein og önnur föðurleg ábending í þá veruna fljóti inn á síðuna í framtíðinni?
Er sem sagt brátt að verða fyrrverandi formaður sem gerir það að verkum að Dagskinna getur ekki lengur heitið dagskinna formanns Starfsmannafelags Hafnarfjarðar. Þarf því að finna dagskinnunni nýtt nafn og auglýsi hér með eftir ábendingum þar að lútandi.
Síðan hefur reynst vel í baráttunni því á henni koma fram algerlega milliliðalausar upplýsingar og skoðanir og við engan að sakast nema mann sjálfan þegar eftir er haft. Félagsmenn hafa gengið að skoðunum formannsins vísum, sama á við um viðsemjendur okkar og fjölmiðla þegar að því hefur verið að skipta.
Margir hafa sent mér línu vegna pistla á síðunni og allur tilfinningaskalinn nýttur í þeim efnum. Hef oftast þakkað tilskrifin nema þegar að bréfritarar, sem reyndar eru örfáir, hafa ekki haft manndóm í sér til þess að skrifa undir nafni. Geri ekkert með slíkt enda hef ég tamið mér að tjá mig alltaf undir nafni og taka þar með fulla ábyrgð á öllu sem frá mér fer.
Ég þarf ekki lengur að hafa neina skoðun á málefnum starfsmannafélagsins eða Hafnarfjaðarbæjar frekar en mér sýnist, nema auðvitað sem almennur borgari í bæjarfélaginu. Og hver veit nema ein og önnur föðurleg ábending í þá veruna fljóti inn á síðuna í framtíðinni?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)