mánudagur, 27. febrúar 2012

Meirihlutinn í Hafnarfirði falinn

Hef undanfarið verið með könnun á dagskinnunni um fylgi flokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Sennilega ekki ómerkari könnun en margt það sem maður sér presenterað í ýmsum fjölmiðlum. En hvað með það þetta er nú meira til gamans gert fremur en það að hér séu mikil vísindi á ferð ... og þó?
Spurt var: "Ef kosið væri til bæjarstjórnar í Hafnarfirði í dag hvernig myndir þú kjósa?" Tæplega 100 manns svöruðu og niðurstöður voru í % eftirfarandi:


Þetta þýðir með öðrum orðum það að meirhlutinn í Hafnarfriði er gjörfallin, fær einungis 22% atkvæða. Ótvíræðir sigurvegarar kosninganna yrðu "Annað framboð" og svo þeir sem "skila auðu" sem samtals fá hreinan meirihluta 54% sem gæfi sennilega  7 af 11 bæjarfulltrúum ef atkvæðin söfnuðust á einn stað. 44% "Annars framboðs" myndi hugsanlega ná  hreinum meirihluta  6/11vegna skiptingu atkvæða milli annara flokka en ég hef þó ekki reiknað það. Fjórflokkurinn sameinaður nær einungis 44 % samtals og vandséð hverning "hann" nái  meirihluta án utanaðkomandi afls. Hvort þessi 44%  sem "annað framboð" fær fari öll á eitt , tvö eða þrjú framboð er ekkert hægt að fullyrða um. En ljóst er að ótrúlega dræm kosningaþáttaka og fjöldi auðra og ógildra  atkvæða sem var mjög hár í síðustu kosningum er sterk vísbending um óánægju með þá kosti sem í boði voru. Af þeim sökum einum verður að telja það nánast öruggt að fram komi afl/öfl sem muni blanda sér í slaginn.

Kópavogsheilkennið í bæjarstjórnarmálum getur því hugsanlega orðið pólitísk staða hér í Hafnarfirði eftir næstu bæjarstjórnarkosningar ef tekið er mið af þessum niðurstöðum - 6-8 framboð í kjöri þar sem  3- 5  framboð mynda meirihluta ? - Veit það ekki  - en veit þó það,  að staðan fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði verður flókin og margslungin sem endranær - Það sem hugsanlega verður nýlunda er formgerð flækjunnar, sem gæti orðið einstök jafnvel á hafnfirska vísu. Hitt er svo allt annað mál hvort nokkuð sé að marka þessar niðurstöður og ljósi þess munu menn og konur fara með þetta eftir þeim hagsmunum sem henta viðkomandi hverju sinni eins og ávallt er.
 

mánudagur, 13. febrúar 2012

Sennilega besti gítarleikari í heimi

Tommy Emmanuel er að mínu mati einn af allra bestu núlifandi gítarleikurum. Sá og heyrði hann spila í Háskólabíó í janúar s.l. - Alveg magnaðir tónleikar enda maðurinn alger snillingur. Heyrn er sögu ríkari.

laugardagur, 4. febrúar 2012

Hugtakið "stjarnfræðilegt rugl"

Hugtakið "stjarnfræðilegt rugl" öðlast raunhæfa merkingu þegar að tap lífeyrisjóðanna er sett í ákveðið samhengi. Sem er einfaldlega það að ef maður tekur þúsundkalla (15 cm að lengd og 7 cm á breidd) og raðar þeim í beina línu þá fær maður út vegalengd sem er ævintýralega löng. Sama á við ef  maður nýtir flatarmál þúsundkalls sem einingu í þeim tilgangi að freista þess að skilja þetta stjarnfræðilega tap lífeyrisjóðanna . Í þessu samhengi  þá er margt athyglisvert sem kemur fram.

Byrjum á vegalengdum. Meðalfjarlægð til sólar er 148.000.000 km.  Meðalfjarlægð til tunglsins er um 384.000 km. Tap lífeyrissjóðanna alls nemur 72.000.000 km af þúsundköllum sem nemur um hálfri leið til sólarinnar. Af þeirri upphæð töpuðust 11.550.000 km af þúsundköllum vegna lána til Baugs og skyldra aðila (Lágt vöruverð? lang hæsta "lága" verð í Evrópu án þess að búið sé að taka tillit til þess sem borgað verður auklega og eftir á með skerðingum  á  eftirlaunum í formi glataðrar "fjárfestinga" lífeyrissjóðanna" (Kr. 480.000.000.000)).  Skuldir Baugs eru verulega langar og nægja til tæplega 16 tunglferða, tur och retur eins og svenskurinn segir. Hins vegar nægja skuldir Glitnis ekki  nema til  vegalengdar er samsvarar tæplega 10  ferðum (ToR) til tunglsins eða 7.050.000 km af þúsundköllum.

Hvað varðar flatarmálsviðmið þá er ljóst að hægt er að þekja svæði er nemur 5.040.000 ferkílómetra með heildartapinu. Ísland er 103.000 km2,  Indland 3.287.263 km2, Mexíkó 1.964.375 km2, Mósambik 801.850 km2  og Spánn 505.992 km2.  Með heildartapinu er því hægt að þekja allt Ísland ca 50 sinnum með þúsundköllum eða allt Indland (3.287.263 km2) eins og það leggur sig ásamt Mexíkó (1.964.375 km2). Tap vegna Baugs (808.500 km2) og skyldra aðila þekur aðeins land eins og Mósambik (801.850 km2) . Tap vegna Glitnis (493.500 km2)  nægir einungis til þess að þekja land eins og Spán (505992 km2).

Í lokin er vert að setja tapið  í samhengi við laun - Baðverðir eru í  launaflokk 111 sem gefur  kr 139.822 ( 20,97 metra, 0,020,97 km / - 14,7 m2, 0,014,7 km2 )  tapið samsvarar  286.078 árslaunum baðvarða .
Stjarnafæðileglegar vegalendir, þúsundkalla þekja er  nemur samsvarandi svæði og fjöldi landa og tæplega 290.000 árslaun baðvarða er "einum"og mikið tap fyrir minn smekk og spurt er, mun einhver axla ábyrgð á þessu ofboðslega tapi og fjárfestingarugli sem vart verður skilið nema í stjarnfræðilegu samhengi? Með öðrum orðum taprekstur lífeyrisjóðanna er/var stjarnfræðilegt rugl