Er hér í góðum félagskap og þar fara fremst samverkamenn mínir og vinir þau Andri Ómars farastjóri og aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni Öldunni og Sara Marti Guðmundsdóttir söng-, leik- og listakona sem alfarið hefur séð um listræna stjórnum og undirbúning þess hluta verkefnisins. Frábær listamaður sem á ákaflega einfalt með að fá það besta út úr unga fólkinu.
Enda fór svo að sýning íslenska hópsins sló algerlega í gegn. Unga fólkið sér og sínum til mikils sóma. Smelli hér til gamans mynd úr sýningunni. Áhugafólki um unglingamenningu bendi ég á íslenska heimasíðu verkefnisins http://unginorden.blogspot.com/ sem og á hinni opinberu síðu mótsins http://www.unginorden.fo/