miðvikudagur, 17. ágúst 2005

Kabarett - ekki spurning

Brá mér í Óperuna um daginn með fjölskyldunni og sá Kabarett. Frábær sýning hjá leikhópnum „Á senunni" þar sem valinn maður var í hverju rúmi. Frábærir tónlistarmenn og afburða leikarar. Flott leikstjórn og mun sterkari boðskapur en kom fram í samnefndri kvikmynd fyrir allmörgum árum.

Mæli sem sagt eindregið með þessari sýningu og hvet alla sem þetta lesa að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara. Bíð spenntur eftir (vonandi) væntanlegum hljómdisk með tónlistinni sem ég mun fjárfesta í ekki seinna en strax.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli