Fór í SUS ( Samband ungra Sjálfstæðismanna) bíó og hafði gaman af. Þakka SUS-urum boðið en þar á bæ eru menn óþreytandi við að breiða út boðskapinn. Og hvað svo sem manni kann að finnast um innihaldið þá verður ekki fram hjá því horft að formaður sambandsins Hafsteinn Þór Hauksson er dugmikil forystumaður sem lagt hefur á sig mikla vinnu í gegnum árin í þágu ungliðahreyfingarinnar og sem slíkur stuðlað að virkri þjóðfélagsumræðu á síðustu árum.
Myndin „Farenhype 9/11" var hins vegar nokkuð spes og er gerð sem andsvar við mynd Michaels Moore „Farenheit 9/11". Verð að segja eins og er að ef mynd Morre var áróðurskennd þá var þessi í æðri víddum hvað það varðar enda gerð skömmu fyrir bandarísku forsetakosningarnar.
Hvort Bush sneri bókinni á hvolfi í skólaheimsókninni eða ekki, eða hvort hann sat aðgerðarlaus í sjö eða fimm mínútur eftir að hann fékk fregnir um árásirnar á Tvíburaturnana, finnst mér ekkert grundvallaratriði. Að allir séu í olíusukkinu, líka demókratar og fl í þeim dúr, og að ættingjar Bin Laden hafi ekki verið fluttir frá USA fyrr en tveimur dögum eftir árasina en ekki strax á eftir og að Michael Morre sé sérstaklega vafasamur pappír, hefur enga þýðingu hvað varðar grundvallaratriði málsins.
Og þrátt fyrir trix eins undirliggjandi hjartsláttarhljóð og ýmsa dramatíska hljóðeffekta , king size skammti af þjóðernishyggju, ofur ánægju með Bush og hans algerlega óbrigðulu störf þá nær myndin aldrei neinu flugi. Myndin er klauflega unnin og afar ósannfærandi og langt yfir strikinu tímunum saman. „Rebúblikanar á bömmer" væri sennilega réttnefni.
Umræður voru nokkrar eftir myndina en sem því miður tókust ekki sem skyldi enda einokaðar af einhverjum „besserwisser" sem sagði að ekki væri hægt að ræða við vinstri sinnað fólk um stjórnmál sökum gáfna? og það skyldi ekki frelsið?? Vakti nokkur andmæli og umræður sem höfðu fyrst og fremst skemmtanagildi. Varð af hin mesta skemmtun en lítið um konkret umræður um myndina.
„Poppið var gott" sagið í frægri kvikmyndagangrýni eitt sinn. Tek heilshugar undir þau orð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli