Var að klára síðustu lotuna hjá Dr. Guðrúnu Kristins í eingindlegum aðferðafræðum í KHÍ, alveg einstaklega fínn kúrs og gagnlegur. Ráðlegg öllum sem eru í rannsóknarpælingum að taka kúrsinn.
Þá er að fara að vinda sér í að gera kennsluvefinn. Ég er með dellu fyrir sögu félagsmiðstöðva þannig að ég ætla að smíða vef um það málefni, er reyndar að baksa við það að koma þeirri sögu á framfæri í ritgerð ( 7,9,13, knokk,, knokk , konkk on wood).
Við hittum Skarpa vefara á miðvikudagskvöld . Það var sem fyrr afar ganglegt. Spurningin er sú hvort ekki best að byrja NKN kúrsinn á hardcore námskeiði í dreamweaver ca 3-4 daga. Við sem komum úr hinu ofurverndaða Front page unhverfi Billa Gates eigum í smá vandræðum. Hins vegar hafa laugardagstímarnir ( sem ég reyndar missi af á morgun þar sem ég þarf að sækja ráðstefnu um æskulýðsmál ) og tímarnir hjá Skarpa, reynst afar gagnlegir. Learning by doing sagði Dewey og því bara að kasta sér í laugina og læra tökin enn frekar úr því sem komið er. Kunnátta í hundasundi þegar í höfn klassíkt bringusund næst á dagskrá.
föstudagur, 28. mars 2003
mánudagur, 24. mars 2003
Fireworks
Fínn tími hjá Birni á laugardaginn niðri Kennó. Fireworks - ið allt að ljúkast upp fyrir manni hægt og sígandi. Er nánast búin með öll verkefnin í þessari lotu. Bíð aðeins með að birta verkefni 2 hjá Láru þar sem ég er "púkalaus" um þessar mundir en þannig er að góðkunningi minn Bill Gates kemur málum þannig fyrir að ef maður skiptir um tölvu og fær sér t.d Offic XP hugbúnað í stað Offic 2000 þá virkar ekki gamli Tools pakkinn sem er nauðsynlegur. Tools pakkinn inniheldur nefnilega orðabækur, stafsetningar- og málfræði forrit á hinum ýmsu tungumálum. Þegar maður vinnur á vettvangi hins norræna samstarfs og skrifar á sænsku eins og ég geri iðulega þá er Tools- pakkinn algert "möst". Ekki veit ég hve marga pakka ég hef keypti í gegnum árin en þeir eru a.m.k. 3-4 . Kunnugir menn í kerfisfræðunum segja mér það að það sé meira mál að láta þetta ekki ganga upp heldur en hitt. Hins vegar séu það kaupahéðnar sem ráði ferðinni og gráupplagt sé að fá fólk til að kaupa sömu vöruna mörgum sinnum og helst við hverja uppfærslu ef hægt er ." Að kaupa köttinn í sekknum" hefði einhver sagt. Hitt er annað mál að kannski eru það "viðskipti" af þessu tagi sem fengu hinn ofuræsta táning hér um árið til að kasta rjómatertu í Bill Gates .
fimmtudagur, 20. mars 2003
Jæja þá er heimasíðan aðeins að koma til
Jæja þá er heimasíðan aðeins að koma til. Ég er búinn að sjá það að það er betra að hafa hvítan bakgrunn heldur en að nota eitthvað stöff sem manni líkar ekki. Ég er alltaf að nota sömu myndina af mér sem er þeim annmörkum háð að ég er ekki oft í jakkafötum og þeir sem þekkja mig frekar undrandi á hve virðuleikinn er mikil. Ég þarf að finna einhverja mynd sem er representatív.
Goffmann hinn mikil félagsfræðingur segir að tákn hafi mikil áhrif á leiksviði lífsins og um það er ég alveg sammála. Ég tek þessa mynd upp ef ég fer að vinna í verðbréfabransanum.
Ég er mikið á ferðinni erlendis þar sem að ég er formaður Samtaka norrænna félagsmiðstöðva UFN. Og talandi um tákn þá eru gallbuxur, leðurjakki, strigaskór og aldurinn + 40 ávísun á leit hjá hinum íslenska tolli á Keflavíkurflugvelli. Þannig er að ég er stoppaður í 9 af hverjum 10 tilfellum. Það er auðvitað hið besta mál en stundum verða blessaðir tollararnir skrýtnir í framan þegar að þeir finna fistölvu og myndavél sem merktar eru Æskulýðs- og tómstundaráði Hafnarfjarðar. Mér fannst þetta í eina tíð pirrandi þar sem að maður lendir hvergi í þessu nema hér. Oft spáði maður í það hvort ekki væri hægt að haga þessum málum með öðrum hætti m.a. vegna þess að afskipti tollara eru mikil og sjáanleg hér á landi. Hins vegar búa þeir við gríðarlegt aðstöðuleysi og margt sem þeir gera hér eins og gegnumlýsingar á töskum o.fl. er gert erlendis en ekki að fólki ásjáandi. Tollurinn hér er að nánast vinna á 10 m2. Þetta aðstöðuleysi gerir það að verkum að eftirlit er að mörgu leiti óvinsamlegt og klunnalegt. En þetta var sem sagt út úr dúr varðandi myndina sem ég ætla að skipta út þegar að ég finn aðra betri og "táknrænni"
Goffmann hinn mikil félagsfræðingur segir að tákn hafi mikil áhrif á leiksviði lífsins og um það er ég alveg sammála. Ég tek þessa mynd upp ef ég fer að vinna í verðbréfabransanum.
Ég er mikið á ferðinni erlendis þar sem að ég er formaður Samtaka norrænna félagsmiðstöðva UFN. Og talandi um tákn þá eru gallbuxur, leðurjakki, strigaskór og aldurinn + 40 ávísun á leit hjá hinum íslenska tolli á Keflavíkurflugvelli. Þannig er að ég er stoppaður í 9 af hverjum 10 tilfellum. Það er auðvitað hið besta mál en stundum verða blessaðir tollararnir skrýtnir í framan þegar að þeir finna fistölvu og myndavél sem merktar eru Æskulýðs- og tómstundaráði Hafnarfjarðar. Mér fannst þetta í eina tíð pirrandi þar sem að maður lendir hvergi í þessu nema hér. Oft spáði maður í það hvort ekki væri hægt að haga þessum málum með öðrum hætti m.a. vegna þess að afskipti tollara eru mikil og sjáanleg hér á landi. Hins vegar búa þeir við gríðarlegt aðstöðuleysi og margt sem þeir gera hér eins og gegnumlýsingar á töskum o.fl. er gert erlendis en ekki að fólki ásjáandi. Tollurinn hér er að nánast vinna á 10 m2. Þetta aðstöðuleysi gerir það að verkum að eftirlit er að mörgu leiti óvinsamlegt og klunnalegt. En þetta var sem sagt út úr dúr varðandi myndina sem ég ætla að skipta út þegar að ég finn aðra betri og "táknrænni"
þriðjudagur, 18. mars 2003
Ég fæst við kennslu í mínum örfáu frístundum
Ég fæst við kennslu í mínum örfáu frístundum. Þannig er að ég hef kennt samningatækni innan verkalýðshreyfingarinnar til margra ára. ( Sennilega mér að kenna hve laun í landinu er hræðilega lág ) Nú bregður svo við að BSRB er að byrja með nýtt afar metnaðarfullt námskeið fyrir forystufólk sitt. Ekki svo að ekki hafi verið viðhöfð hin bestu námskeið á vegum BSRB áður . Það sem nú ber við er að um er að ræða þrjár þriggja dag staðbundnar lotur og tvær fjarnámslotur og námið fer fram á þremur önnum. Hér er því um nokkuð stórt námskeið sem jafna má við félagsmálskóla. Það sem er nýtt fyrir mér er blessaður Webbinn þ.e.a.s. að verða komin hinum megin við skjáinn sem kennari. Webct virðist við fyrstu kynni vera nokkuð aðgengilegur og mun einfaldari en ég gerði mér í hugarlund. Hins vegar er ég að velta fyrir mér hvernig hægt er að virkja Webbann sem best í fjarnámslotunum. Þátttaka í samningatækninni gerir ráð fyrir 100% virkni þátttakenda. Hugmyndin fyrir utan verkefni að færa hálfkláraðar umræður úr staðbundum lotum yfir á Webbann ? Veit ekki hvernig það gengur því oft þjáist margur maðurinn af ritfælni, en vona samt að það takist. Verð sennilega að skilja við liðið "sjóðandi heitt í hamsi" í þeirri von að það rjúki í Webbann strax og það kemur heim. Alla vega spennandi viðfangsefni.
laugardagur, 15. mars 2003
Þetta er nú meira "kæringarleysið"
Þetta er nú meira "kæringarleysið" eins og kallinn sagði, lítið búið að gera í vefnum undanfarið og Spánarferðin örlagaríka setur nokkurt strik í reikninginn. Er að vinna á fullu í verkefnum í aðferðafræðinni svo að NKN verður að bíða aðeins. Það er dulítið vel í lagt að vera í tveimur kúrsum í Aðferðarfræðinni, eiginlega eins og að vera í Tetris þegar að mikið gengur á. En hvað með það, það er bara að bretta upp ermarnar og herða róðurinn um stund. Skarpi Vefari komst ekki í síðustu viku og því frestaðist tíminn fram í næstu viku og þá verður ekki undan því vikist að gera skúrk í vefmálum. Ég hef verið að vafra um í okkar ranni og séð að það eru komir fínir vefir í gang víða. Maður getur ekki verið þekktur fyrir annað en að koma upp einum slíkum.
þriðjudagur, 11. mars 2003
Var að skoða
Var að skoða heimasíðuna hjá henni Hildi, afburðarsíða, listvefnaður sem ég hvet alla til að kíkja á. Fékk í leiðinni að "láni" rauntímateljara af blogginu hennar. Ég er bjartsýnn og eygi von um að sjá fólk þyrpast á bloggið hjá mér í sömu mund og praktískt gildi teljarans nýja sanna sig þar með . Á morgun er tími hjá Skarpa Vefara í Álftamýraskóla og þar er tilvalið tækifæri til að vinna við heimasíðuna og koma henni í betra skikk.
föstudagur, 7. mars 2003
Spænska lögreglan notar tölvur ...
Spænska lögreglan notar tölvur sem ekki verður sagt að séu af nýjustu tegund. Prentara sem eru fyrstu týpurnar af bleksprautuprenturum Þetta kom í ljós þegar að ég þurfti að gefa skýrslu hjá lögreglunni vega innbrots í sumarhús STH sem var án öryggiskerfis einn dag og akkurat um kvöldið þann sama dag var brotist inn. Múbblur og búnaður var látið óhreyft en hins vegar var öllum ferðatöskum stolið. Nágranni kallaði á lögreglu, sem kom fljótt á vettvang, en hér er um nýtt hverfi að ræða og því ekki komin sú festa í hverfið eins og þegar að allt er komið í fastar skorður og allir fluttir inn. Ólíklegt er að atburður af þessu tagi ætti sér stað við slíkar aðstæður. Gjaldkeri félagsins varð fyrir mestu tjóninu missti ferðatölvu, ferðagögn, videóvél og allt sem var í ferðatöskunni. Af einhverjum orsökum þá tók ég með mér bakapokann þegar að brugðum okkur af bæ til að snæða. Ég var því með tölvuna mína, ferðagögn og myndavélar með mér og missti því ekki eins mikið og gjaldkerinn. Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna ég tók dótið með mér? Það sem er grátbroslegt í þessu öllu saman er að ég tók með mér mikla doðranta í aðferðarfræðinni sem voru í töskunni en mér til ánægju þá voru þær merku bókmenntir skildar eftir, sem sagt verðlausar að mati þessa ógæfufólks sem stundar innbrot. Bókvitið verður ekki í askanna látið sagði einhver og eru það orð að sönnu í þessu tilfelli.
þriðjudagur, 4. mars 2003
Þetta var ljómandi fín ráðstefna á Akureyri
Þetta var ljómandi fín ráðstefna á Akureyri. Því miður þurfti ég að fara keyrandi suður um hádegið á laugardeginum þar sem að ég fór erlendis snemma næsta morgun. Sit hér á netkaffi á Spáni og búni að komast að því að tölvmenning hér er ekki á sérstaklega háu plani. Erindi mitt hingað er að ganga frá kaupum og fá afhent sumarhús er Starfsmannafélag Hafnarfjarðar festi kaup á. Ég er sem sagt formaður þess ágæta félags og hlutverk mitt í hinni Spænsku byrokratíu felst aðalega í því að skrifa nafnið mitt fyrir framan og í votta viðurvist hinna ýmsu fyrirmenna, og svo að sjálfögðu þá stimplar maður allt í bak og fyrir. Undarlegt þykir mér hve tölvur er illa nýttar hér. Eitt lítið dæmi um slíkt var að nánast heil búslóð sem keypt var í húsið var á reikningi öll handfærð og verð reiknað með litlum vasareikni. Sölumenn ekki með tölvur og allt handfært upp á gamla mátan.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)