sunnudagur, 10. janúar 2010

Rio Tinto kannar hug Hafnfirðinga

Ég er í úrtakshóp Capacent Gallup (CG). Fékk nú nýverið spurningalista um Rio Tinto álverið í Hafnarfirði. Væri vart í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að oftast hafa spurningar verið betur útfærðar hjá CG en í þessu uppleggi. Full gildishlaðnar að mínu mati og allflestar um jákvæða hluti eins "samfélagsstuðning" Rio Tinto, um forstjórann og fleira í þessum dúr. Sumar spurningarnar eru illa fram settar sbr dæmið hér að neðan. Kannski ekki að sökum að spyrja þar sem fyrirtækið er í krafti gríðarlegs auðmagns að hefja kosningarbaráttu, þá aðra á skömmum tíma um sama málefni þ.e. stækkun álvers Rio Tinto.

Hvernig svarar maður spurning eins og þessari hér að neðan á fimm þrepa kvarða frá "mjög vel" til "mjög illa"

Hversu vel eða illa telur þú að Alcan standi sig í upplýsingagjöf til almennings um starfsemi álversins í Straumsvík?

Svarið er að mínu mati þetta: Mjög vel í því að kom á framfæri einhliða og áróðurskenndum boðskap um eigið ágæti þar sem hvergi er dregið af og hvergi til sparað. Í stuttu máli, gott í miðlun einhliða áróðurs um eigið ágæti. Er það þá góð upplýsingagjöf? Nei - en það getur verið góð miðlun (þ.e.a.s. að koma á framfæri boðskap) - undarlega spurt og afar aðferðafræðilega ónákvæmt. Ótæk spurning

Rio Tinto er í kosningaham í sparifötunum - CG sem að öllu jöfnu stendur sig vel er hér í verkefni þar sem niðurstöður verða "háðar" og ónákvæmar m.a. vegna uppbyggingar spurningalistans, sem er súrt. Setningin "samkvæmt niðurstöðum Capacent Gallup þá ... " hefur ávallt haft sterka ímynd í hugum margra - sennilega er þetta ein af þeim könnunum þar sem niðurstöður verða ekki kynntar opinberlega þannig að ekki reynir CG í þessum efnum?

1 ummæli:

  1. Ólafur Sveinsson10 janúar, 2010 23:16

    Eru þetta ekki kinverskar spurningar?

    SvaraEyða