... er stundum kölluð París norðursins, með réttu enda borgin afar falleg og prýdd eina alvöru “breiðstrætinu” á norðulöndum Kungsports Avenyn sem endar við Götaplatsen þar sem styttan af sjávarguðinum Psiodon prýðir torgið og er eitt af einkennum borgarinnar. Hin risavaxa stytta þykir ægifögur, en af og til hafa sprottið umræður um að hinn nakti Posidon sé ekki sérlega “manndómlega” vaxinn. Ekki veit ég hvort einhverjir evrópustaðlar eru hafðir til hliðsjónar í þeim efnum. Ein raunhæf kenning hefur verið sett fram í þessu efni, sem hugsanlega skýrir þetta, en hún er að sjávarguðinn hafi verið nýstiginn upp úr ísköldum sjónum og styttan beri þess augljóslega merki? Eitt er víst að umræðan mun koma upp með reglulegu millibili eins og verið hefur.
Er sem sagt staddur í Gautaborg, borginni sem fóstraði mig um rúmlega þriggja ára skeið á ofanverðri síðustu öld er ég nam tómstunda- og félagasmálafræði við Fritdisledarskolan þar í borg. Er núna í þeirri skemmtilegu erindagjörð að halda fyrirlestur í mínum gamla skóla. Notaði auðvitað tækifærið til að hitta gamla skólafélaga en það er svo merkilegt að eftir því sem árin líða þá hefur maður einhverja þörf til að vita hvað varð af mannskapnum. Ég var eini íslendingurinn í hópnum og þar sem ég flutti heim að námi loknum þá hafði maður takmakaða möguleika á að halda sambandi nema við nokkra. Nú er sem betur fer öldin önnur og tilkoma netsins gerir vegalengdir að engu og möguleikar til samskipta verða allt aðrir en á tímun "snail mail", símasnúrunnar og ofurdýrra flugmiða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli