
Er sem sagt staddur í Gautaborg, borginni sem fóstraði mig um rúmlega þriggja ára skeið á ofanverðri síðustu öld er ég nam tómstunda- og félagasmálafræði við Fritdisledarskolan þar í borg. Er núna í þeirri skemmtilegu erindagjörð að halda fyrirlestur í mínum gamla skóla. Notaði auðvitað tækifærið til að hitta gamla skólafélaga en það er svo merkilegt að eftir því sem árin líða þá hefur maður einhverja þörf til að vita hvað varð af mannskapnum. Ég var eini íslendingurinn í hópnum og þar sem ég flutti heim að námi loknum þá hafði maður takmakaða möguleika á að halda sambandi nema við nokkra. Nú er sem betur fer öldin önnur og tilkoma netsins gerir vegalengdir að engu og möguleikar til samskipta verða allt aðrir en á tímun "snail mail", símasnúrunnar og ofurdýrra flugmiða.