fimmtudagur, 2. júlí 2015

Þetta er því miður ekki Hafnarfjarðarbrandari

Þetta er því miður ekki Hafnarfjarðarbrandari. Capacent að missa sig í "ráðgjöfinni" samkvæmt meðfylgjandi mynd úr skýrslu um rekstur Hafnarfjarðarbæjar og enn furðulegra að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi samþykkt þessa ótrúlegu vitleysu.

Samkvæmt mínum upplýsingum var aldrei rætt einu orði við starfsmenn ÍTH (Íþrótta- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar) um fyrirhugaðar breytingar sem komu þeim algerlega í opna skjöldu og viðkomandi fengu aldrei tækifæri til þess að tjá sig um breytingarnar. Í þeim hópi eru afburðar gott fagfólk, reynslumikið, vel menntað, virt og metnaðarfullt sem haldið hefur út góðu starfi við erfiðar aðstæður en samkvæmt þessu augljóslega lítinn skilning. Það leið ca 1,5 klukkustund frá því að fólki barst þetta fyrst til eyrna, í tengslum við auka bæjarstjórnarfundi sem haldin var s.l. mánudagsmorgun 29/6,  þar til þetta rugl var samþykkt umræðulaust og algerlega einhliða af meirhluta bæjarstjórnar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli