Danir státa af þeim vafasama heiðri að eiga heimsmet í unglingadrykkju. Er einhver ástæða til þess taka upp hér á landi svipað sölufyrirkomulag og þar ríkir? Er það að ganga inn í framtíðina? Áfengi í matvöruverslanir NEI TAKK.
Matvöruverslunin á ennþá í hinum mestu brösum með sölu á tóbaki eftir að breytingar voru gerðar á sölufyrirkomulagi þess árið 1996! fyrir 18 árum. "Árangur" algerlega óviðunandi samkvæmt áralöngum könnunum. Börn og ungmenni eigi ekki í neinum teljandi vanda við að kaupa tóbak í verslunum. Áfengi í matvöruverslanir NEI TAKK.
Starfsfólk verslana er að stórum hluta ungmenni. 42% ungmenna 16-17 ára sem vinna með skóla starfa í stórmörkuðum og verslunum. Áfengi í matvöruverslanir NEI TAKK.
Í greinargerðinni með Bónusvæðingar frumvarpinu í áfengismálum eru kaflar sem nefnast "Meint neikvæð" áhrif á neytendur ef smásala á áfengi er gefin frjáls" og "áhrif á neyslu".
Með öðrum orðum þá viðurkennir greinargerðarskrifari ekki, eða veit ekki af, eða hefur ekki kynnt sér fjölmargar rannsóknir sem sýna glögglega afar neikvæðar afleiðingar af því sölufyrirkomulagi á áfengi er frumvarpið gerir ráð fyrir. Áfengi í matvöruverslanir NEI TAKK.
Afstaða landlæknis bæði skynsöm og 100% skýr - Áfengi í matvöruverslanir NEI TAKK.
...og svona mætti lengi telja.
Áfengi er ekki matvara - Áfengismál og stefna í þeim málflokki er spurning um velferðar- og lýðheilsusjónarmið, ekki Bónusvæðingu og ítrustu viðskiptahagsmuni.
Sjá ennfremur :
www.foreldrasamtok.is
https://www.facebook.com/foreldrasamtok
Engin ummæli:
Skrifa ummæli