Það vita það flestir sem mig þekkja að ég er með króniska flugdellu. S.l. sumar flaug ég í fyrsta sinn s.k. vélfisi og það má segja að eftir þá reynslu sé ég ekki samur. Þessi magnað tilfinning frelsis sem fylgir flugi af þessum toga hefur gert það að verkum að í vetur settist ég á skólabekk í þeim tilgangi að afla mér réttinda á vélfis. Því er núna að mestu lokið, ég á að vísu eftir nokkra flugtíma en eftir það, sem væntanlega verður í byrjum júní, þá má ég fljúga með einn farþega án endurgjalds.
Hitt er öllu "verra" að ég er búin að kaupa 1/3 hlut í slíku tveggja manna tæki og þó svo að það sé ekki sérstaklega dýrt (650 þús) þá er ljóst að það reynir á pyngju ríkisstarfsmanns.
Ég er því búin að ákveða að bjóða fólki upp á útsýnisflug um Hekluslóðir í sumar á góðviðrisdögum en Fisið er staðsett í Landsveitinni. Ég má náttúrulega ekki taka gjald fyrir en að loknu flugi gefst farþegum kostur á kaffihlaðborði í Neðri Snjalla fyrir sanngjarnt verð. Áhugasömum er bent á að hafa samband við mig í rafpóstfangið arni.gudmunds@simnet.is
Engin ummæli:
Skrifa ummæli