miðvikudagur, 5. nóvember 2008

Fólk er fífl sagði ...

Fólk er fífl sagði Tómas Möller einn af yfirmönnum Olís í frægum tölvupósti í tengslum við verðsamráð olíufélaganna hér um árið. Sýndi auðvita með því fyrst og fremst eigin hroka og dómgreindarleysi. Ætti frekara í hans tilfelli að vera reynum að hafa fólk að fíflum.

Sjálftökulið bankakerfisins hefur greinilega sambærileg viðhorf til almennings þegar í ljós kemur að menn þar á bæ reyna aðallega og eftir fremsta megni að bjarga eigin skinni. Eru eins og skipstjóri sökkvandi skips sem fer fyrstur í bátinn, tekur með sér þá áhafnarmeðlimi sem klúðruðu ferðinni, brunar í burtu og skilur alla farþegana eftir á sökkvandi skipi. Um slíka kapteina og hans fylgilið má með réttu hafa uppi ummæli sambærileg þeim og forseti vor viðhafði eitt sinn í þingsölum Alþingis um mann einn sem honum fannst lítið til koma.

Eitt er það að klúðra, annað að standa andspænis klúðrinu og vera manneskja til gangast við því og gera sitt besta til þess að leysa mál í þágu þeirra sem klúðrið bitnar á. Fíflin í huga Tómasar Möller kallast á íslensku fórnarlömb, hinn sk. almenningur. Hin raunverulegu ((fífl (ef maður kýs yfirhöfðuð að hafa uppi slík ummæli um fólk)) vita allir hver eru og það sem verra er að þau skarta auk þess ýmsum öðrum löstum tegundarinnar homo sapiens sem ég læt lesendum dagskinnunnar eftir að viðhafa.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli