Ef það er ekki hægt að hækka laun í góðæri. Hvenær er þá hægt að hækka launin, spyrja starfsmenn elliheimila? Hefur það einhvern tímann staðið til spyr ég á móti? Held ekki en veit þó sem er að samstaða þessa fólks sem þar starfar og sem nú háir launabaráttu mun skila árangri. Það er ekki vegna framsýnnar stefnu stjórnvalda. Það er vegna samstöðunnar og vegna þeirrar skammar að stjórnvöld tími ekki að búa sínum elstu samborgurum áhyggjulaust ævikvöld vegna grjótharðar láglaunastefnu.
Verkalýðshreyfingin hefur axlað sína ábyrgð á síðustu árum, nú er einfaldlega komið að því að vinnuveitendur axli sína ábyrgð. Það verður ekki gert með grátstafina í kverkum eða með því að „tala upp verðbólguna”. Hóflegar arðsemiskröfur, hófleg álagning á vöru og þjónustu eru leiðarljós varðandi stöðugt efnahagslíf. Virðist hins vegar ekki virka sem skyldi?
Lág laun og hallæri heyra í hóp en ekki lág laun og góðæri, það er staðfesting á því að það er vitlaust gefið og einhverjir taka mun meira til sín en þeim ber.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli