„Ágæti ríkissaksóknari
Tel það borgaralega skyldu mína að vekja athygli yðar á meðfylgjandi heilsíðu áfengisauglýsingu frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar sem birtist í tímaritinu Birtu 25. mars á síðu 57. Vek einnig athygli embættisins á að í Fréttablaðinu ( m.a. á forsíðu og baksíðu blaðsins 25.mars) auglýsir fyrirtækið HÓB Faxe bjór eins og skilmerkilega kemur fram á mynd í auglýsingunni Faxe -Danish lager beer. Samkvæmt íslenskum lögum og út frá velferðarsjónarmiðum um vernd barna og ungmenna eiga þau rétt til þess að vera laus við áreiti af þessum toga. Í þeim tilfellum sem hér eru tíunduð er um einlægan brotavilja og ásetning að ræða. Sem foreldri og almennur borgari í þessu landi geri ég kröfu um að sú vernd sem lög um bann við áfengisauglýsingum á að veita börnum og unglingum sé virt. Svo er ekki og því er nauðsynlegt fyrir yður að grípa til þeirra úrræða sem embættið hefur gangvart lögbrotum.
Virðingarfyllst,
Árni Guðmundsson"
Engin ummæli:
Skrifa ummæli