sunnudagur, 17. júlí 2005

Hvílík lágkúra !

Það eru engin mörk hvorki siðleg né lagalega fyrir því hve lágt menn leggjast í áfengisauglýsingum þessa daganna. Veit sem er að gríðarlegur fjöldi barna heldur úti bloggsíðum sem að öllu jöfnu er hið besta mál.

Á hins vegar ekki orð yfir því hvernig heilvita fólki dettur í hug að setja inn áfengisauglýsingar á bloggsíður barna eins og gert er hjá www.blog.central.is.
Brá alla vega illilega í brún þegar að ég sá að hjá 11 ára dóttur minni og öllum hennar vinkonum var bjórauglýsing. Sendi ábyrgðamönnum meðfylgjandi línur s.l. föstudag en hef ekki fengið neitt svar?

„Ritstjóri Vísis eða ábyrgðarmaður „bloggsamfélagsins"
Var í kvöld að kíkja bloggsíðu hjá 11 ára dóttur minni sem heldur út ágætu bloggi hjá ykkur eins og mörg börn á hennar aldri gera. Rak í rogastans þar sem ég sá að inni á síðunni hjá henni var komin blikkandi áfengisauglýsing (Heineken bjór). Eru engin takmörk fyrir lágkúrunni þegar að ólöglegar áfengisauglýsingar eru annars vegar. Hver er ábyrgur fyrir þessu siðleysi?"
Árni Guðmundsson (sign)


Fyrirtækið fer ekki einu sinn eftir sínum eigin skilmálum sbr grein 6. um notkunarskilmála:

Grein 6. Notandinn samþykkir að hann muni ekki nota þjónustu Fólk.is í að birta nokkuð ólöglegt, móðgandi, hótandi efni eða klámfengið eða meiðyrði af nokkru tagi og fari að lands- og alþjóðalögum hvað varðar höfundarrétt á efni sem birt er." (sjá nánar: http://folk.visir.is/system/?p=13)

Halda menn að það sé almennur vilji forráðamanna barna að þau auglýsi áfengi á ágætum heimasíðum sínum ? Held nú síður - Þetta er bara hágæða lákúra sem að öllum líkindum varðar ekki bara við lög um bann við áfengisauglýsingum, heldur einnig vaflítið réttindi viðkomandi barna sem hafa verið þverbrotin með misnotkun af þessu tagi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli