laugardagur, 6. október 2012

Palme


Var í Stokkhólmi um daginn og brá mér eitt kvöldið  í Grand bíóið. Erindið að sjá nýja heimildarmynd um Olof Palme. Var dulítið einkennilegt að sitja í bíóinu sem er jafnframt partur af myndinni sjálfri. Það örlagaríka kvöld 28. febrúar 1986 sótti Palme og frú kvikmyndasýningu í bíóinu. Skammt frá bíóinu er Hötorg jarðlestastöðin við Sveavägen en þar var Palme myrtur er þau hjón gengu áleiðis heim til sín að lokinni kvikmyndasýningu . Við Sveavägen stendur einnig Adolf Fredriks kirkjan þar sem Palme er jarðsettur. Myndin um Palme er afar góð og lýsir vel ferli afar merkilegs stjórnamálamanns nánast frá vöggu til grafar. Það er kaldhæðni örlagana að ung kona, efnilegur leiðtogi ungra jafnaðarmanna, Anna Lindh skulu flytja kveðjuorð í jarðaför Palme,  Lindh varð farsæll stjórnmálamaður, utanríkisráðherra og leiðtogaefni jafnaðarmanna er hún féll fyrir hendi morðingja tæpum tveimur áratugum síðar. Maður upplifir ekki of að fólk klappi í bíó en sú var raunin í fullum sal í Grandbíó við Sveavägegn þetta kvöldið og ljóst að myndin snart áhorfendur afar djúpt.

Olof Palme - Därför är jag demokratisk socialist

Olof Palme - Latin kings

Engin ummæli:

Skrifa ummæli