miðvikudagur, 5. október 2011

Maður spyr sig ?

Eiður Guðnason  f.v. ráðherra og þingmaður skrifar góða grein um málefni Ríkisútvarpsins í Fréttablaðið í dag.

Í lok greinarinnar varpar Eiður fram spurningu, sem margir hafa spurt en í fáu verið svarað, um endalausar og kolólöglegar áfengisauglýsingar í Ríkisútvarpinu. Einbeittur brotvilji  og virðingarleysi  gagnvart lögvörðum réttindum barna og ungmenna er Ríkisútvarpinu til skammar.

Á þessu þarf stjórn Ríkisútvarpsins að taka ?  Sérstaklega þar sem framkvæmdastjórinn lætur sig þessu augljósu sí brot lítt varða? Hve lengi á þetta að viðgangast?  Þarf að dæma Ríkisútvarpið til þess að fara að lögum  um bann við áfengisauglýsingum ? Ætlar stjórn Ríkisútvarpsins virkilega að koma sér í slíka stöðu ,  maður spyr sig?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli