miðvikudagur, 6. ágúst 2003

Alltaf gaman að koma til "Akureyris"

Alltaf gaman að koma til "Akureyris"
sagði söngvari einn hér um árið og eru orð að sönnu, ef litið er fram hjá málfræðinni.
Hef verið í góðu yfirlæti í Furulundinum og sótt Héraðskjalasafnið nokkuð stíft. Verið er að byggja við safnið sem skapar tímabundin vandræði eins og t.d. lokun á lesstofu. Verður flott safn þegar að viðbyggingin opnar og allt kemst í samt horf

Skipulagsbreytingar & fæðingarorlofsgreiðslur
Hef lítð heyrt af lyktum varðandi skipulagsbreytingar, veit það eitt að einhverjir voru í vafa varðandi hin nýju störf og vildu gjarnan fá lengri umhugsunarfrest.

Krafa Lögmanns STH vegna greiðslu launa í fæðingarorlofi var lögð fyrir á síðasta fundi bæjarráðs. Sé ekki að bókuð hafi verið nein niðurstaða í það mál. Fyrir liggur hins vegar að bæjarráð gerði greinargerð starfsmannastjóra og bæjarlögmanns, um þetta mál, að sinni hér um daginn. Að öllu óbreyttu stefnir þessi krafa því óðfluga inn á borð Héraðsdóms í formi málaferla.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli