sunnudagur, 31. ágúst 2003

Er íslenska loftið þykkara en annars staðar ?

Er íslenska loftið þykkara en annars staðar ?
Hef verið að velta fyrir mér flugeðlisfræðinni. En eins og fram hefur komið á dagskinnunni þá hafði ég uppi miklar efasemdir um verð í innanlandsflugi hér á landi. 20.000 krónur til Ísafjarðar (35 mín flug)? Held því fram að Íslendingar hafi ekki ráð á ferðast flugleiðis í sínu eigin landi og landsbyggðin búi við ofur dreifbýlisskatt a.m.k. yfir vetrarmánuðina þegar að flugið er eini kosturinn.

Meira af flugfargjöldum
Þarf starfa minna vegna að bregða mér á fund á norður Jótlandi í Danmörku um miðjan mánuðinn. Þetta er vart í frásögu færandi nema ef vera skyldi vegna flugkostnaðar.
Þannig háttar til að í gegnum Flugleiðir þá er hið hógværa fargjald alla leið aðeins tæpleg 140.000 kr. Ef maður bókar eingöngu til Köben þá er fargjaldi rúmlega 40.000 ( með helgareglu )? 100. þús fyrir 50 mín flug frá Köben til Karup sem ég get síðan fengið á ca 400- 500 kall danskar (báðar leiðir) með því að panta sjálfur beint og milliliðalaust hjá viðkomandi flugfélagi? (dálítið spes - munar 95.000 kr)
Niðurstaðan sennilegast Icelandic Express + Cimber Air fram og til baka ca 40. 000- Íslendingar hafa ekki efni á að eiga viðskipti við sitt heimafólk og hvað þá að henda 100.000 kall út í loftið - eins og fólk hafi ekkert þarfara við peninginn að gera.

Borgarnes
Það er sennilega hið þykka íslenska loft og hin mikla mótstaða þess sem veldur þessum háu flugfargjöldum. Hið þunna danska loft gerir það alla vega að verkum að verðið þeytir manni 4-5 sinnum lengri vegalengd?
Á dönskum prísum hérlendis myndi maður rétt slefa í Borganes með Flugfélagi Íslands - þvílík er þykktin á íslenska loftinu - eða er það kannski bara okrið sem veldur þessu ?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli