laugardagur, 30. ágúst 2003

Hver á þessar tær - hvar var ég í gær ?

Hver á þessar tær - hvar var ég í gær ?
kváðu Stuðmenn við raust hér um árið um mann sem greinilega hafði ekki einungis verið tygjum við Bakkus þá nóttina. Ekki held ég nú að það hafi orðið hlutskipti nokkurs þeirra bæjarastarfsmanna er í gærkvöld sóttu grillveislu í Skógræktinni, sem bæjarstjóri hélt og stóð fyrir. Frábært veður í frábæru umhverfi með frábæru fólki. Ákaflega vel til fundið af bæjarstjóra að efna til þessa fagnaðar og hárrétt tímasetning.

Hvaleyrarvatn
og umhverfi þess er gott útvistarsvæði og í raun stórkostlegur árangur hjá Skógræktinni að hafa tekist að umbreyta þessum fyrrum melum í fallegan skóg á um 50 ára tímabili. Þetta svæði er lýsandi dæmi um þann árangur sem hægt er að ná í skógrækt hér á landi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli