sunnudagur, 31. júlí 2011

Hvílík fegurð

Náttúrufegurð er óvíða jafnmikil og hérlendis og alltaf er maður að uppgötva nýja staði. Einn slíkur er Þakgil (GPS: N63 31.809 W18 53.271) milli Mýrdalsjökuls og Mýrdalssands. Farið er upp af þjóðvegi 1 við Höfðbrekku skammt austur af Vík. Leiðin er ca 20 km löng og fær öllum bílum. Útsýni á leiðinni er víða afar fallegt m.a. yfir Múlakvíslina, Mýrdalssandinn svo ekki sé minnst á jökulinn. Því miður nær myndavélin ekki að fanga stórfengileikann á svæðinu sbr. myndir hér á síðunni, en það er eins og þessi stóru björg séu nánast að hvolfast yfir mann, svona svipuð tilfinning eins og þegar horft er upp eftir skýjakljúf. Ferð í Þakgil er einstök upplifun og dæmi um fjölbreytileika og fegurð  íslenskrar náttúru.