All margir lesendur síðunnar hlupu apríl. Við Geir „milljónamæring” var m.a. haft samband frá fjölmiðlum. Geir er og væri manna líklegastur til að láta gott af sér leiða á þennan hátt og þess vegna margir sem trúðu skrökvinu. Bið lesendur forláts á spauginu og lofa því að plata ekki aftur nema...
Hélt hins vegar að ég hefði sjálfur hlaupið apríl, las nefnilega í Morgunblaðinu að Hafnarfjarðarbær hefði fengnið sérstaka viðurkenningu m.a. fyrir „velheppnaðar stjórnsýslubreytingar 2003”. Verðlaunaveitandinn ekki ómerkari aðili en Samband íslenskra sveitarfélaga. Fannst þetta flott gabb og mikið grín eins og Laddi segir.
Var ekki gabb, reyndist hins vegar (sem betur fer) vera bara hluti af herlegheitunum og bæjarfélaginu að sjálfsögðu óskað til hamingju með það sem virða ber og vel hefur verið gert og viðurkenning veitt fyrir. Meðal annars símenntunaráætlanir sem og hið nýja bókhaldseftirlitskerfi.
Hitt, eitt og sér að veita verðlaun fyrir stjórnsýslubreytingar 2003, sem voru og eru okkur öllum algerlega ógleymanlegar, er sama pönkið og að Starfsmannfélag Hafnarfjarðar myndi veita launanefnd sveitarfélaga sérstaka viðurkenningu fyrir „ríkan" skilning á högum láglaunafólks hjá sveitarfélögunum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli