laugardagur, 9. apríl 2005

Frelsi gungunnar ?

Er sammála þeim hugmyndum sem koma fram í lagafrumvarpi um að tengja bæði farsímanúmer og IP adressum í tölvum nafni og kennitölu. Sem er fyllilega tímabært.
Er í raun verið að samræma ábyrgð og því eðlilegt að sama gildi á þessu sviði eins t.d. ritstjórnarleg ábyrgð á fjölmiðlum sem einnig gildir varðandi prentverk eins og bæklinga og dreifirit. Póstinum er t.d óheimilt að dreifa ritum eða bæklingum sem ekki eru sérstaklega merkt ábyrgðarmanni.

Frjálshyggjufélagið er alfarið á móti þessu. Ég gef ekkert fyrir rök þeirra í þessu máli enda hlýtur frelsinu að fylgja ábyrgð sem auðvitað á engan vegin við hjá þeim gungum sem í skjóli nafnleyndar stunda einelti og jafnvel eineltisherferðir, senda hótannir og jafnvel annað rugl og öllu verra. Flest allt athæfi sem varða við lög. Þetta eru athæfi sem viðkomandi myndu aldrei stunda sem ábyrgir einstaklingar í opnu samfélagi.

Réttur hvers er þá fyrir borð borinn? Er frelsi gungunnar til athafana af þessum toga það frelsi sem við sækjumst eftir? – Nei takk ómögulega segi ég – ábyrgir einstaklingar og opin umræða í lýðræðis þjóðfélagi er það eina sem skylt á við frelsi í þessum efnum. Ekki satt?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli