fimmtudagur, 8. janúar 2004

Af jakkafata-krimmum og öðrum krimmum

Af jakkafata-krimmum og öðrum krimmum
Rak í rogastans er ég heyrði fréttir um að upp úr "samningaviðræðum" olíufélaganna og Samkeppnisstofnunar hefði slitnað þar sem menn næðu ekki "samkomulagi" um sektir? Eins og það væri eitthvað til að díla um?

Sögu heyrði ég af ógæfumanni einum uppi í Borgarnesi sem hafði verið ölvaður um nokkra hríð, gerst svangur og stolið kjötlæri í kaupfélaginu. Hef ekki heyrt annað en að hann hafi verið færður í böndum í steininn í stað þess að efna tafarlaust til fundar við lögguna, ganga síðan af velli þungur á brún, tönglast á því að hann og löggan hefðu ekki náð samkomulagi um sektir í málinu.

Það eitthvað sem er ekki að gera sig - eiga fyllbyttur sem stela að vera í jakkafötum? Eða er bara verið að gera grín að almenningi?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli