miðvikudagur, 5. september 2012

Frjáls eins og fuglinn

Ég átti þess kost fyrir nokkru að fara í flug á mótorfisi. Það verður að segjast eins og er að það var afar ánægjuleg upplifun. Vona að ég eigi eftir að skreppa í fleiri flugtúra af þessu tagi. Þetta er algerlega einstök tilfinning, hverning maður skynjar hraðann í gegnum vindinn, hverning fisið  klýfur loftið mjúklega og hve þetta er átakalaust allt saman. Greip með mér myndavélina, sem ég átti í nokkru basli með það sem að glerhlíf á hjálmi mínum kom í veg fyrir að ég gætu mundað vélina eins og venjulega, skaut  því út í loftið ( í bókstaflegri merkingu) lon og don  upp á von og óvon. Birti nokkrar myndir hér en geri undirbúningsráðstafannir áður en ég fer í loftið næst. En hvað með það sjón er sögu ríkari.