laugardagur, 27. september 2008

Dagskinnunni hefur borist bréf ...

... frá einum virtasta knattspyrnudómara landsins og stuðningsmanni Leifturs í Ólafsfirði

Sæll
Velkominn í klúbb áhanganda neðrideilda enskrar knattspyrnu.
Eins og alþjóð veit hef ég haldið með Schunthorp United í 20 ár eða u.þ.b. og aldrei látið deigan síga í þeim efnum. Þetta eru efnilegir klúbbar sem verða kannski aldrei "stórir" en hvað um það, ekkert verri en þessir stóru enda kemur stór hluti leikmanna stóru klúbbana frá þessum uppeldisstöðvum fótboltans.
Læt hér fylgja með slóðina á heimasíðu Schunthorp http://www.scunthorpe-united.premiumtv.co.uk/page/Home
Bestu kveður, go

Guðbjörn Arngrímsson
Sorry að við skildum vinna svona stórt þann 6. sept.

Ágæti vinur
Mínir menn Brighton & Hove Albion oftast kallaðir Mávarnir tóku Man City í nefið í bikarnum unnu 5- 2 eftir vítaspyrnukeppni. Þess vegna fyrirgefur maður mönnum tapið á móti Schunthorp og ekki síst 1- 0 tapið á móti Walshall um daginn þar sem mínir menn voru tveimur mönnum fleiri nánast allan leikinn!

Mávarnir spila að mínu mati sannfærandi kick and run bolta eins og hann gerist bestur og þegar að best lætur í tæklingunum þá má setja niður jarðepli í förin án mikillar fyrirhafnar. Sem sagt afar áferðarfalleg knattspyrna þar sem ekki er sjálfgefið að betra liðið vinni eins og dæmin sanna. Megi Schunthorp ganga vel en þó með þeim fyrirvara að þeir skyggi ekki á Mávana. Bestu kveðjur norður yfir heiðar.

mánudagur, 22. september 2008

Brighton & Hove Albion

Nú hafa veður skipast með þeim hætti að ég hef gerst áhangandi hins léttleikandi enska knattspyrnuliðs Brighton & Hove Albion. Er reyndar Everton maður en viðurkenni fúslega að ég er nokkuð súr út í þá þar sem vinur minn, einn efnilegast leikmaður landsins um þessar mundir, Bjarni Þór Viðarsson fékk takmarkaða möguleika á því að spila með klúbbnum þann tíma sem var þar á mála?. Hitt er svo annað mál að Mávarnir eins og BHA er gjarnan nefnt á tungu þarlendra er í fyrstu deildinni og nokkuð vandfarin vegferð í úrvalsdeildina – ég mun því ekki lenda í neinni teljandi krísu vegan innbyrðis leikja þessara tveggja turna í enskri knattspyrnu –a.m.k. ekki fyrst um sinn –segi því bara den tid den sorg - Sett tilvísun á heimasíðu Mávanna hér til vinstri.

föstudagur, 5. september 2008

Hluti af leiknum auglýsir ...

... brennivínsbransinn og árangurinn lætur ekki á sér standa. Við fáum fótboltaleiki sem ekki eru við hæfi, hvorki barna né fullorðinna, leikmanna eða íþróttahreyfingarinnar. Sjá: Til vandræða horfði vegna ölvunar á knattspyrnuleik.

„Bestur með boltanum“ hvílíkur hroki og öfugmæli – Sýnum hug okkar í verki sniðgöngum auglýstar áfengistegundir.

miðvikudagur, 3. september 2008

"Pólitísk eftirlaun"

Skrifaði eftirfarandi pistill 12. október 2007 þegar að fyrsti meirihlutinn í Reykjavík féll. Hafði ekki ímyndunarafl til þessa að sjá fyrir allt það sem á eftir kom. Sé þó að hugsanlega var ég sannspár varðandi fv borgarstjóra þó svo að hann fari ekki alla leið til Brussel. Hann þarf sennilega ekki að leita lengra en á Háaleitisbrautina til þess að komast á "pólitísk eftirlaun" – er sennilega betra en að kúldrast fjarri sínu fólki í Evrópska kansellíinu suður í Belgíu.

"Og síðan fer...

...fyrrverandi borgarstjóri á „pólitísk eftirlaun” sem munu felast í þægilegu starfi í Brussel eða á sambærilegum vettvangi. Munu sennilega ekki líða nema 8 - 12 mánuður þar til „eftirlaunin” verða frágengin og okkar maður mun auðvitað þykja happafengur í hverju því samhengi sem um verður að ræða – Er ekki tilveran einföld eftir allt saman."