þriðjudagur, 25. febrúar 2003


Jæja gott fólk þá er þetta allt að hafast og heimasíðan komin í nothæft stand, ég á að vísu eftir nokkuð verk varðandi layout-ið, en hún virkar. Það er því við hæfi að flagga og þá ekki síst fyrir Þórunni og þeim stöllum sem fengu þá snjöllu hugmynd að fá Skarpa Netagerðarmann til liðs við okkur. Við hittumst því nokkur í kvöld í fínu tölvuveri Álftamýrarskóla og fengum extra tilsögn í netagerð. Ekki er síðan verra að hafa aðgang að skólanum á laugardögum þ.e.a.s fyrir okkur sem búum á stór- Hafnarfjarðasvæðinu. Nú er bara að fara að pakka niður því ég nýti ferðina á UT ráðstefnuna fyrir norðan einnig til að taka viðtöl við reynslunnar fólk í æskulýðsmálum. Ég vona því að maður komi vel nestaðir til baka bæði hvað varðar efni í Sögu íslenskra félagsmiðstöðva sem ég vinna að og ekki síst vel hlaðin nýjum fróðleik í upplýsingartækninni.

þriðjudagur, 18. febrúar 2003

Nú eru góð ráð dýr. Var að fikta í heimasíðunni ( í samræmi við markmið mitt frá 14/2 s.l. um að koma síðunni í þokkalegt horf, eins og þar segir ) og það skipti engum togum hún er týnd og tröllum gefin. ( og farið hefur fé betra ) Þetta er ekki gott skal ég segja ykkur enda nóg að gera á öðrum vígstöðum þessa daganna, er í tveimur lotum þessa vikuna bæði í eigindlegri og megindlegri aðferðarfræði og því lítil tími til að sinna tölvumálum. Mun hugsa ráð mitt vendilega og næstu daga. " Lífið er eilíf barátta við eigin heimsku og annarra" var sagt um baráttu sem lítið miðaði. Nú er bara og bretta upp ermarnar og snúa vörn í sókn.

sunnudagur, 16. febrúar 2003

Fín ferð í höfðuborgina í gær og sérdeilis fínn fyrirlestur hjá Ólöfu Björns um lesturfræðina. Ég hefði ekki viljað missa af þessu. Afar praktískt og skemmtilega fram sett. Nú er maður að verða svo góðu vanur í þessum kúrs að maður veigrar sér ekki við að stinga upp að fjallað yrði um litafræðina í einhverjum af laugardagstímunum á næstunni

föstudagur, 14. febrúar 2003

Ég er alveg harðákveðinn að heimsækja höfuðborgina í fyrramálið. Reykvíkingum mörgum hverjum finnst Hafnarfjörður vera langt úti í sveit ( sem ég tek reyndar sem meðmæli ) þannig að ég segi bara það sama og bæti um betur, "Reykjavík er stærsta úthverfi Hafnarfjarðar". Tilgangur fararinnar er göfugur og felst í því að sækja tíma í tölvustofunni í hinu fína menntasetri Kennaraháskóla Íslands. Markmiðið að einbeita sér að því að koma heimasíðunni í þokkalegt form.

miðvikudagur, 12. febrúar 2003

Jæja núna er manni ekki til setunnar boðið lengur og kemur nú til kasta hinnar Asíu ættuðu og nokkuð takmörkuðu útgáfu Dremweavers sem ég hef "notast " við undanfarið. Mér dettur helst í hug að Orginal-inn sem ég hef beðið eftir lengi komi einna helst með farfuglunum úr þessu. Amazon sendir sín forrit nánast hvert í heim sem er með 2- 3 daga fyrirvara. Það verður því ekki sagt að snerpa ráði ríkjum hjá hinum íslenska söluaðila, sér í lagi þegar að haft er í huga afar eindrægur vilji minn til viðskipta. Ég hef í huga að setja inn CV-ið á blessað síðuna er hún kemst í almennilegt stand, sem ég vona að verði fyrr en seinna.

Er að leita að html kóða fyrir gestabók á bloggerinn? Er einhver þarna úti sem getur gefið mér upplýsingar um góðan kóða ?

sunnudagur, 9. febrúar 2003

Það var afar vel til fundið hjá Salvöru að viðhafa þessa opnu tíma á laugardögum. Í gærmorgun var Björn Fireworks spésíalisti á staðnum og gaf góð ráð. Hitt var ekki síður fínt að hitta samstúdenta sína til skrafs og ráðagerða því það leiðir fólk vissulega áfram. Einhver kann lausn á því sem maður er velta fyrir sér og kannski getur maður gefið einhverjum ráð. Þetta er því finn vettvangur til skoðanaskipta og hvet ég sem flesta sem tækifæri hafa til að mæta.

þriðjudagur, 4. febrúar 2003

Studío Mx

Ég er enn að bíða eftir Studío Mx pakkanum frá Tæknival og þykir mér ferðin sækjast nokkuð seint á sjálfri þotuöld. Tók örlítið til á blogginu, setti tengla á gráa svæðið sem áður voru í texta . Mér þykir traffíkin nokkuð mikil rúmlega 400 komur hálfum mánuði ( sérstaklega þegar að haft er í huga að þetta er ekki "heims-bjargandi-síða" ). Veit ekki hvaðan allir þessir gestir koma og því tilvalið að senda mér rafpóst með kveðju. Reyni að hafa upp á gestabók á næstu dögum, þannig að fólk geti kvittað beint.
Á www.sthafn.is eru gestakomur frá öllum heimshornum og í raun ótrúlegt hve víða að fólk kemur, dæmi um lén eru :
.net (Network) .mil (USA Military) .uk (United Kingdom) .es (Spain)
.dk (Denmark) .se (Sweden) .be (Belgium) .cx (Christmas Island) .arpa (Old style Arpanet) .at (Austria) .sa (Saudi Arabia) .no (Norway) .hu (Hungary) .nz (New Zealand) .ar (Argentina) .ca (Canada) .ie (Ireland) .fi (Finland) .it (Italy) .jp (Japan) .fo (Faroe Islands) .il (Israel) .cz (Czech Republic) .nl (Netherlands) .org (Non-Profit Making Organisations) .de (Germany)

sunnudagur, 2. febrúar 2003

Nú er að snúa sér að heimasíðunni að nýju og hopa hvergi þó á móti blási. Vandamálið er það að ég hlóð niður tilbúnu "template" sem sennilega er með einhverjum innbyggðum böggum í, því mér tekst ekki að skilgreina textasvæði og allt sem ég set inn vistast sjálfkrafa sem nýtt template og skiptir þá engu þótt ég visti skjali sem index file. Þessa stundina, og meðan ég bíð eftir alvöru Stúdío MX pakka, þá er ég að spá í að henda út þessu template og öllu sem því fylgir og setja upp nýja síðu frá grunni eða prufa annað tempalte sem vonandi lætur betur að stjórn en þetta skapalón.