þriðjudagur, 4. febrúar 2003

Studío Mx

Ég er enn að bíða eftir Studío Mx pakkanum frá Tæknival og þykir mér ferðin sækjast nokkuð seint á sjálfri þotuöld. Tók örlítið til á blogginu, setti tengla á gráa svæðið sem áður voru í texta . Mér þykir traffíkin nokkuð mikil rúmlega 400 komur hálfum mánuði ( sérstaklega þegar að haft er í huga að þetta er ekki "heims-bjargandi-síða" ). Veit ekki hvaðan allir þessir gestir koma og því tilvalið að senda mér rafpóst með kveðju. Reyni að hafa upp á gestabók á næstu dögum, þannig að fólk geti kvittað beint.
Á www.sthafn.is eru gestakomur frá öllum heimshornum og í raun ótrúlegt hve víða að fólk kemur, dæmi um lén eru :
.net (Network) .mil (USA Military) .uk (United Kingdom) .es (Spain)
.dk (Denmark) .se (Sweden) .be (Belgium) .cx (Christmas Island) .arpa (Old style Arpanet) .at (Austria) .sa (Saudi Arabia) .no (Norway) .hu (Hungary) .nz (New Zealand) .ar (Argentina) .ca (Canada) .ie (Ireland) .fi (Finland) .it (Italy) .jp (Japan) .fo (Faroe Islands) .il (Israel) .cz (Czech Republic) .nl (Netherlands) .org (Non-Profit Making Organisations) .de (Germany)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli