þriðjudagur, 7. desember 2004

Blessað lýðræðið

Allt í einu fóru ýmsir stjórnmálamenn að tala í tíma og ótíma um hluti eins og t.d. framhaldsskólanna og fullt af málum sem fram að því höfðu ekkert verið sérstaklega á dagskrá hjá viðkomandi stjórnmálamanni eða mönnum.
Margir furðuðu sig á þessum jákvæðu breytingum en skýringin var auðvitað sú að kjörgengi hafði verið fært niður í 18 ár úr 20 árum. Málefni þessa aldurshóps komst á dagskrá stjórnmálanna í mun meira mæli en dæmi voru um fram að þessu.

Nú nokkrum árum síðar þarf að taka nýja ákvörðun að mínu mati sem er sú að breyta kjörgengi í 16 ár. Hef reyndar haft þessa skoðun lengi. Það má byrja á bæjarstjórnarkosningum. Ég er viss um að það lukkast vel og þeir efasemdarmenn, sem ég þekki nokkra, munu sjá að rökrétt framhald málsins er að veita 16 ára fólki fullt kjörgengi.

Málefni unga fólksins munu fá allt annað vægi og annan blæ, mörg hagsmunamál sem ekki hafa fengið pláss í stjórnmálaumræðunni komast á dagskrá einfaldlega í krafti þess að 16 ára ungt fólk hefur atkvæðisrétt.

Lýðræðið er hornsteinn samfélagsins og því fleiri sem eru virkir í því betra. Ungt fólk hefur mun betri forsendur í dag til að mynda sér skoðanir en jafnaldrar þeirra höfðu fyrir 60 - 70 árum og eru því örugglega flestir búnir að koma sér upp mun mótaðri lífssýn og skoðunum mun fyrr í lífinu en áður var.

Forsenda lýðræðislegara ákvarðana er almenn umræða um málefnið. Hún fer fram víða bæði fjölmiðlum og í netheimum. Einn verulegur ljóður er ennþá á blessuð netinu sem er sá að allt of margir koma ekki fram undir nafni og aðrir sigla undir fölsku flaggi sem er auðvitað stórkostlegur galli. Verður í þeim tilfellum tilgangs- og ábyrgðarlaust tal sem ekki er hægt að taka mark á og hvað þá byggja ákvarðanir á.
Hins vegar mun þetta örugglega breytast á komandi árum og umræðan þroskast í þá veru að baki skrifa / skoðana sé ávallt ábyrgur einstaklingur.

Kjörgengi við 16 ára aldur - óraunhæft- alls ekki - kemst örugglega á dagskrá og vonandi fyrr en seinna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli