laugardagur, 7. febrúar 2009

Ingvar Viktorsson í sérverkefni varðandi Seðlabankann

Ingvari Viktorssyni vini mínum hefur tekist það sem mörgum hefur dreymt um. Okkar ágæti forsætisáðherra Jóhanna Sigurðardóttir ætti að ráða Ingvar í tímabundið og afmarkað verkefni sem væri að koma seðlabankastjóra út, því nú virðist ljóst að það verður ekki einfalt mál. Því er runnin upp tími nýrra og óhefðbundinna lausna í þessari tragí komidíu seðlabankastjórnas.

Þannig var nefnilega mál með vexti að fyrir nokkrum árnum mætti seðlabankastjórinn þv. forsætisráðherra á herrakvöld FH. Veislustjórinn Ingvar Viktorsson, sem er húmoristi mikill, tók embætti sitt af mikilli alvöru og eftir að hafa farið með allmargar sögur og gamanmál tók hann til við fjáröflun sem fólst í bögglauppboðum. Heldur voru menn tregir til kaupa en samt sem áður gekk uppboðið ágætlega en frekar hægt fyrir sig. Ingvar vildi auðvitað, í þágu okkar ágæta félags, fá þolanleg verði fyrir fótnuddatækin, eftirprentarinar, íþróttafatnaðinn, handklæðin, prentarana, ryksuguna, pútterinn, bumbubanann, FH bollastellið og ekki síst fyrir þurrkarann.

Það var akkúrt í þann mund sem að Sæli Guðmunds, FH-ingurinn góðkunni, er að bjóða í þennan kostagrip að ræðumaður kvöldsins seðlabankastjórinn tilvonandi fyrverandi og þáverandi forsætisráðherra stóð upp og rauk á dyr án þess að kveðja hvorki kóng né prest.

Verkefni Ingvars einfalt – skipulag og framkvæmd herrakvölds FH í salarkynnum Seðlabankans með frómri ósk um hátíðarræðu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli