þriðjudagur, 25. febrúar 2003


Jæja gott fólk þá er þetta allt að hafast og heimasíðan komin í nothæft stand, ég á að vísu eftir nokkuð verk varðandi layout-ið, en hún virkar. Það er því við hæfi að flagga og þá ekki síst fyrir Þórunni og þeim stöllum sem fengu þá snjöllu hugmynd að fá Skarpa Netagerðarmann til liðs við okkur. Við hittumst því nokkur í kvöld í fínu tölvuveri Álftamýrarskóla og fengum extra tilsögn í netagerð. Ekki er síðan verra að hafa aðgang að skólanum á laugardögum þ.e.a.s fyrir okkur sem búum á stór- Hafnarfjarðasvæðinu. Nú er bara að fara að pakka niður því ég nýti ferðina á UT ráðstefnuna fyrir norðan einnig til að taka viðtöl við reynslunnar fólk í æskulýðsmálum. Ég vona því að maður komi vel nestaðir til baka bæði hvað varðar efni í Sögu íslenskra félagsmiðstöðva sem ég vinna að og ekki síst vel hlaðin nýjum fróðleik í upplýsingartækninni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli