miðvikudagur, 10. desember 2003

Fanny og Alexander

Fanny og Alexander
Þessi stórmynd Bergmanns var sýnd í Bæjarbíói í gærkvöldi. Tær snilld og Kvikmyndasafninu enn og aftur þakkað frábært starf í vetur. Er búin að sjá hvert meistaraverkið af öðru.

Kærkomin hvílt frá þessum amerísku slagsmála- og ofbeldismyndum sem eru helst til fyrirséðar hvað varðar söguþráð og annað. Það er auk þess borðliggjandi að til þessa að ná sem mestum aurum í kassann þá má aðalsöguhetjan ekki verða fyrir teljandi hnjaski og hvað þá hverfa yfir móðuna miklu því þá er ekki hægt að gera "Lemjandann 2 ,3,4, og jafnvel 5"

Óðurinn til hins tilgangslausa ofbeldis í hávegum hafður eins og það sé akkurat það sem ungviðið hafi mest þörf fyrir á hinum síðustu og verstu...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli