fimmtudagur, 18. desember 2003

Ábyrgðarlaust drasl

Ábyrgðarlaust drasl
Fjárfesti í bleksprautuprentara hjá BT í byrjun desember á síðasta ári (2002). Taldi mig gera góð kaupi,12.000 kall og tveggja ára ábyrgð. Rétt fyrir ársafmæli prentarans kveða við mikil óhljóð í honum þar sem ég er að prenta og ljóst að ekki er allt með felldu.

Fer með ábyrgðaskírteinið í annarri hendinni og prentarann í hinni á BT "verkstæðið" og segi farir mínar ekki sléttar, en viti menn tjónið ekki bætt þar sem það var ekki talið galli! Drasl segi ég á móti og held því fram að prentari sem ekki þolir tæplega ársnotkun sé auðvitað meingallaður. Það er ekki mat BT en mín niðurstaða þessi: Dýrt drasl sem ekkert endist og léleg þjónusta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli