laugardagur, 4. febrúar 2012

Hugtakið "stjarnfræðilegt rugl"

Hugtakið "stjarnfræðilegt rugl" öðlast raunhæfa merkingu þegar að tap lífeyrisjóðanna er sett í ákveðið samhengi. Sem er einfaldlega það að ef maður tekur þúsundkalla (15 cm að lengd og 7 cm á breidd) og raðar þeim í beina línu þá fær maður út vegalengd sem er ævintýralega löng. Sama á við ef  maður nýtir flatarmál þúsundkalls sem einingu í þeim tilgangi að freista þess að skilja þetta stjarnfræðilega tap lífeyrisjóðanna . Í þessu samhengi  þá er margt athyglisvert sem kemur fram.

Byrjum á vegalengdum. Meðalfjarlægð til sólar er 148.000.000 km.  Meðalfjarlægð til tunglsins er um 384.000 km. Tap lífeyrissjóðanna alls nemur 72.000.000 km af þúsundköllum sem nemur um hálfri leið til sólarinnar. Af þeirri upphæð töpuðust 11.550.000 km af þúsundköllum vegna lána til Baugs og skyldra aðila (Lágt vöruverð? lang hæsta "lága" verð í Evrópu án þess að búið sé að taka tillit til þess sem borgað verður auklega og eftir á með skerðingum  á  eftirlaunum í formi glataðrar "fjárfestinga" lífeyrissjóðanna" (Kr. 480.000.000.000)).  Skuldir Baugs eru verulega langar og nægja til tæplega 16 tunglferða, tur och retur eins og svenskurinn segir. Hins vegar nægja skuldir Glitnis ekki  nema til  vegalengdar er samsvarar tæplega 10  ferðum (ToR) til tunglsins eða 7.050.000 km af þúsundköllum.

Hvað varðar flatarmálsviðmið þá er ljóst að hægt er að þekja svæði er nemur 5.040.000 ferkílómetra með heildartapinu. Ísland er 103.000 km2,  Indland 3.287.263 km2, Mexíkó 1.964.375 km2, Mósambik 801.850 km2  og Spánn 505.992 km2.  Með heildartapinu er því hægt að þekja allt Ísland ca 50 sinnum með þúsundköllum eða allt Indland (3.287.263 km2) eins og það leggur sig ásamt Mexíkó (1.964.375 km2). Tap vegna Baugs (808.500 km2) og skyldra aðila þekur aðeins land eins og Mósambik (801.850 km2) . Tap vegna Glitnis (493.500 km2)  nægir einungis til þess að þekja land eins og Spán (505992 km2).

Í lokin er vert að setja tapið  í samhengi við laun - Baðverðir eru í  launaflokk 111 sem gefur  kr 139.822 ( 20,97 metra, 0,020,97 km / - 14,7 m2, 0,014,7 km2 )  tapið samsvarar  286.078 árslaunum baðvarða .
Stjarnafæðileglegar vegalendir, þúsundkalla þekja er  nemur samsvarandi svæði og fjöldi landa og tæplega 290.000 árslaun baðvarða er "einum"og mikið tap fyrir minn smekk og spurt er, mun einhver axla ábyrgð á þessu ofboðslega tapi og fjárfestingarugli sem vart verður skilið nema í stjarnfræðilegu samhengi? Með öðrum orðum taprekstur lífeyrisjóðanna er/var stjarnfræðilegt rugl





Engin ummæli:

Skrifa ummæli