fimmtudagur, 21. ágúst 2003

Allt er gott sem endar vel

Allt er gott sem endar vel
Í ljósi samskipta minna við tollþjóna hins íslenska lýðveldis í fyrradag átti ég von á ýmsu þegar að ég gerði mér ferð til Keflavíkavíkur í hádeginu í gær. Er ég mæti á svæðið var og mér umsvifalaust vísað inn til yfirmanns sem sækir hljóðfærið góða tafarlaust og biður mig innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta mál hafi valdið mér og á þeim mistökum sem augljóslega hafi átt sér stað. Allt er gott sem endar vel hugsaði ég og sleppti fyrirhuguðum ræðuhöldum. Tollurinn sem sagt mannlegur störfum sínum rétt eins og við hin.

Starfsmat.
Loksins loksin loksins sér fyrir endann á kerfisvinnunni við starfsmatið. Kerfið sem sagt að verða ready og bara að bretta upp ermarnar. Næg verkefni framundan í þessum efnum og vonandi verður hægt að hraða vinnunni þannig að eitthvað fari að skila sér. Þetta hefur því miður dregist allt of lengi. Gildistími verður hins vegar aftur í tímann og samkvæmt samningum þar um.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli