föstudagur, 1. ágúst 2003

Af breytingum

Af breytingum
Það er búið að vera í ýmsu að snúast og nokkrir starfsmenn haft samband varðandi hvernig eigi að túlka bréf um flutning í starfi. Meginreglan er sú að starfsmönnum ber að sæta flutningi svo fremi sem sé um sambærilegt starf að ræða , að starfið sé á sama level í stjórnsýslunni og að laun haldist óbreytt.

Í þeim breytingum sem nú eiga sér stað er ljóst að ekki er um tilfærslur af þessu tagi að ræða nema í tilfelli Æskulýðs- og tómstundafulltrúa og Íþróttafulltrúa. Á þeirri deild er engin yfirmaður svo að viðkomandi (sem frá 1. september n.k. heita "fulltrúar íþrótta- og tómstundamála") eru settir skör neðar en áður var sem skapar ótvíræðan biðlaunarétt, kjósi menn svo.

Uppi eru álitamál um launakjör á hinu nýja þjónustuborði. STH telur sjálfgefið að laun hækki ( þó svo að ekkert liggi fyrir í þeim efnum) við þessa færslu þar sem að störf á þjónustuborði krefjast mun meiri og sérhæfðrar þekkingar en hin fyrri störf. Hærri laun er einnig sú niðurstaða sem orðið hefur hjá þeim sveitarfélögum sem tekið hafa upp þetta fyrirkomulag.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli