þriðjudagur, 1. mars 2005

Láglaunastefnu mótmælt á alþjóðlegum vettvangi


Hélt gagnmerka ræðu s.l. sunnudag í London. Staðurinn var Speakers Corner í Hyde Park þar sem málfrelsið er algert og þeim sem það vilja býðst að segja hug sinn og afstöðu í hverju því málefni sem viðkomandi þurfa þykir, en aðeins á sunndögum.

Lenti í smá aðstöðuleysi í upphafi , en þar sem að múslimi nokkur var í málhvíld þótt mér víð hæfi að hann af umburðarlyndi sínu léði mér kassa sinn um stundar sakir þannig að ég gæti hafði mig örlítið yfir viðstadda og breitt út minn göfuga boðskap. Sá síðskeggjaði vildi ekki fyrir nokkurn mun lána mér kassann sinn í nokkrar mínútur þar sem ég væri kristin maður? Fordómar spyrja ekki um stað og stund.

Umræðuefnið, mótmæli við hina grjóthörðu láglaunastefnu Hafnarfjarðarbæjar sem kristallast í stefnu launanefndar sveitarfélaga. Stefnu þessari var harðlega mótmælt og varað við afleiðingum hennar með fjölmörgum dæmum og gildum rökum þar um. Skoraði ég á bæði launanefnd sveitarfélaga og Hafnarfjarðarbæ ( enda óljóst hver ræður ferð í stefnumótun) að láta af þessari stefnu hið fyrst og taka upp nútímalegri og jákvæðari viðhorf í þessum málum.

Ekki var ég var við annað en að fundamenn væru mér að öllu leyti sammála , allavega þeir sem íslensku skyldu, sem voru a.m.k. fimm manns. Aðrir gestir sýndu hug sinn í verk með því að staldra við og gefa ræðumanni gaum og sáu sem var að málefnið var mikilvægt og þrungið alvöru.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli