miðvikudagur, 16. mars 2005

Komust mun fleirri en vildu

Hélt gagnmerkan fyrirlestur í kvöld á okkar ágæta Byggðarsafni. Þekkti alla gestina sem voru , forstöðumaður í félagsmiðstöð, aðstoðarforstöðumaður í annarri félagsmiðstöð, ritstjóri , sagnfræðingur, bæjarfulltrúi og deildarstjóri í menntamaálráðuneytinu. Allt saman sóma fólk.

Minnugur þess að sjálfir Bítlarnir fengu ekki marga á tónleika hjá sér á Hamborgar árunum, heyrði reyndar að einhvern tímann hafi þeir leikið fyrir einn gest, þá flutti ég fyrirlesturinn.

Og viti menn, eftir rúmlega klukkustundar fyrirlestur um félagsmiðstöðvarnar í hinu sögulega ljósi þá fór ríflega annar eins tími í afar fjörugar og málefnalegar umræður meðal gesta. Er því á þeirri skoðun að magn gesta sé ekki endilega mælikvarði á góðan fund. Virkni og áhugi þeirra sem mæta er lykilatriði og yfir því var ekki hægt að kvarta í þessu tilfelli nema síður sé. Segi því bara - þakka þeim sem á hlýddu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli