sunnudagur, 13. mars 2005

Fín árshátíð hjá starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar

Held ég? Það er nefnileg þannig að við sem stöndum í, og höfum staðið í undirbúningi ýmiskonar viðburða og hátíðarhalda til margar ára, vitum sem er að ekki er á vísan að róa hvað fólki finnst gott eða slæmt. Mér fannst skemmtikraftar, veislustjóri sem og hljómsveit standa sig með mikilli prýði. Guðrún Gunnarsdóttir alltaf góð, enda ein af okkar allra bestu söngkonum.

Það ytra þ.e. skemmtikraftar, matur og fleira í þeim dúr er eitt og á því eru eins margar skoðanir og þátttakendur eru. Annað eru atriði eins og tæknimál, tímasetningar á dagskráatriðum , uppröðun og aðbúnaður í húsi er annað og oft hlutir sem fólk tekur ekkert eftir og hefur enga skoðun á svo fremi að allt gangi þokkalega fyrir sig og sé snyrtilega gert.

Dettur í hug ýmislegt t.d. varðandi 17. júni hátíðarhöldin í gegnum árin. Eitt sinn vorum við, að okkar mati sem þetta skipulögðum með fremur kléna dagskrá, höfðum af þessu nokkra áhyggjur, höfðum lítil fjárráð og allt stemmdi í lélegan 17. jánda .

Dagurinn rennur upp og viti menn brakandi sólskin og sumarverður eins og það gerist best. Bæjarbúar fjölmenntu á hátíðina og allir himinlifandi og allir mjög ánægðir og einhverjir töldu hér vera á ferðinni þann besta 17. júní.

Velti því fyrir mér ef að þessi sami 17- jándi hefði farið fram í slæmu veðri? Hefðum sennilega fengið orð í eyra. Velti því fyrir mér í þessum efnum hvort mat á gæðum og hvernig stemming verður sé ekki eitthvað sem fyrst og fremst mótast innra með fólki og að dagskrá sem slík sé ekki endilega lykilatriði í þeim efnum þ.e.a.s. svo fremi að hún sé þokkaleg.

Var ekki var við annað en að fólk væri þokkalega hresst með gærkvöldið - Liggur kannski í ódýru miðaverði, afar ódýrum veitingum og hressu og skemmtilegu fólki - sem bæjarstarfsmenn í Hafnarfirði vissulega eru - málið er sennilega ekkert flóknari en það?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli