sunnudagur, 20. mars 2005

Okkar menn unnu

Óska strákunum í hljómsveitinni Jakobínarína til hamingju með sigurinn í Músiktilraunum. Frábær árangur hjá ungum og efnilegum tónlistarmönnum úr Áslandinu.

Við hafnfirðingar eigum fullt af góðu tónlistarfólki, okkur vantar bara meira af æfingarhúsnæði. Menningarstarfsemi þarf sitt húsnæði alveg eins og blessaðar íþróttirnar.

Góður tónlistarskóli skilar ekki bara fólki í „Melabandið”, góður tónlistarskóli er fínn grunnur fyrir poppara. Þess njótum við svo sannarlega þessa daganna (og árin) hér í Hafnarfirði, enda fullt af góðum unglingaböndum í bænum. Jakobínarína fremstir meðal jafninga – Íslandsmeistarar í rokktónlist - húrra, húrra, húrra og húrra.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli