mánudagur, 7. mars 2005

20.000 gestir

Nokkur áfangi um helgina þar sem gestir síðunnar eru orðnir 20.000. Góður miðill og fínt form, þ.e.a.s.ef fólk skrifar undir nafni og standur með þeim hætti fyrir sínum skoðunum. Því miður eru nokkur brögð á því að svo sé ekki raunin hjá ýmsum þeim er nýta sér þennan miðil. Sem er auðvitað verulegur galli á þessari stóru veröld sem Netheimar eru orðnir. Netverjavegabréf hlýtur að vera það sem koma skal.

Hef sjálfur þá reglu að breyta aldrei neinu sem komið er inn á síðuna en þó með þeirri undantekningu að stafsetningar- og málfræðivillur eru leiðréttar, þ.e.a.s ef maður sér þær. Tjáningarfrelsið er aðalatriðið og sem slíkt haft í öndvegi, hef því ekki verið að láta hina kórréttu setningarfræði eða lög um íslenska stafsetningu trufla mig neitt sérstaklega.

Mun halda þessu áfram eins lengi og ég nenni og hef eitthvað að segja. Það er afar praktískt að eiga persónulegt málgagn. Get með þeim hætti fjallað um nánast hvað mál sem er og um verkalýðsmál út frá allt örðum forsendum en ég geri sem ritstjóri og ábyrgðamaður STH síðunnar.( Starfsmannafélags Hafnarfjarðar)

Fæ yfirleitt mjög fín viðbrögð frá lesendum, með nokkrum undantekningum þó. Þó er það merkilegt að það eru yfirleitt sömu greinarnar sem fá sterk viðbrögð og þá í báðar áttir. Veit þá sem er að þar eru mikil álita mál á ferðinni - hitamál sem auðvita er nauðsynlegt að fjalla um. Þakka lesendum, ábendingar, athugasemdir og hlý orð.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli