miðvikudagur, 22. september 2004

Samflotið fundar

Samflot bæjarstarfsmanna fundaði í Valhöll á Þingvöllum 21 & 22.september. Fundarefnið var að fara yfir og hefja undirbúning vegna komandi kjarasamninga.

Fín stemming í mannskapnum, þó ljóst sé að komandi kjarasamningar verða bæði flóknir og erfiðir. Það virðist vera svo að ekki náist kjarabætur nema með miklum átökum eins og dæmin sanna. Kennarar hafa ekki fengið nokkurn hlut sjálfkrafa og það munum við ekki heldur fá.

BSRB þing samþykkti 150. þúsund króna lágmarkslaun og að sjálfsögðu þarf kröfugerð að taka mið af því. Bæjarstarfsmenn hafa dregist verulega aftur úr hvað kjör varðar. Nú er í raun svo komið að ríkið sem aldrei hefur fengið mörg prik fyrir framsýna launastefnu er komið vel fram úr flestum sveitarfélögum í landinu hvað laun varðar?

Það má því velta því fyrir sér hvort baráttan hafi verið rekin á röngum forsendum og full hógværum og þá hvort ekki þurfi að breyta algerlega um taktík? Held það við bæjarstarfsmenn eigum svo sannarlega inni verulegar leiðréttingar, þær þurfum við að sækja og með þeim aðferðum sem til þess duga. Bið félagmenn að hugleiða þetta og einnig það að til þess að svo megi verða þurfa allir að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, kaffistofuspjallið gefur ekkert í aðra hönd?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli