sunnudagur, 27. febrúar 2005

Félagsmiðstöðvar og London

Erum búin að vera síðustu daganna í London hópur frá ITH. Fórum víða og sáum bæði afar vel búnar félagmiðstöðvar og einnig aðrar sem voru nánast rekar af viljanum einum saman og af fólki sem hafði sterkar hugsjónir um velferð unglinga að leiðarljósi.

Sú merkasta er auðvitað Toynbee Hall sem er í raun elst allra félagsmiðstöðva heiminum og var stofnuð árið 1884 þegar að félagslegt óréttlæti í kjölfar iðnbyltingarinnar og ástand fátækrahverfanna með þeim hætti að mörgum sómakærum háskólamönnum og aðilum í efri stéttum hins breska samfélags ofbauð aðbúnaður lægri stétta samfélagsins. Samfélag þar sem kolanámuhesturinn var meira virði en börn í þrælaánauð kolunámanna. Úr þessu sprettur hugmyndafræði Hverfamiðstöðva sem voru í raun forverar félagsmiðstöðva fyrir ungt fólk

Starfsemin Toynbee Hall er enn í fullum gangi og nú eru málefni minnihluta hópa og innflytjenda í forgrunni og ljóst að þrátt fyrir 120 ára sögu þá er hlutverk miðstöðvarinnar ennþá í fullu gildi.

Frú Thatcher sem ríkti fyrir margt löngu setur því miður enn þann dag í mark sitt á velferðarkerfið breska sem engan vegin hefur jafnað sig á fantatökum hennar sem var gríðarlegur niðurskurður fjárframlaga til félagasamtaka og þeirra aðila sem vinna að velferðarmálum æskunnar.

Félagsmiðstöðvar og málefni hinnar ófélagsbundnu æsku lentu einfaldlega undir og öll statistk sýnir einfaldlega hve arfa vitlaust það var þar sem fjöldi vandamála síðustu ár og áratugi hefur aukist verulega, bæði eiturlyfjaneysla unglinga sem og glæpir. Unglingar margir hverjir eiga í fá hús að venda. Sérstakleg hefur þetta komið illa niður á þeim sem minna mega sín í samfélaginu og búa við hvað verstar aðstæður.

Félagsmiðstöðvar eru forvarnarstarf - og ekki alltaf hægt að reikna ágóðann með aðferðafræði háskólamenntaðara bókara - Einn unglingur sem fetar slæmu brautina í stað hinnar góðu og dyggðugu getur verið "gjaldfærður" í "nútíma" bókhaldskerfi hér og þar og hjá hinum ýmsu stofnunum samfélagsins, "kostnaður" getur hæglega orðið 10.000.000 kr.eða meira, allt eftir tilvikum?

Hvenær verður hinum raunverulega sparnaði hins fyrirbyggjandi starfs gaumur gefin - sem er ekki bara að fækka þeim einstaklingum sem ekki ná að fóta sig og þeim harmi sem það hefur í för með sér - er einnig spurning um að koma í veg fyrir gríðarleg útgjöld samfélagsins sem hljótast af þeirri ógæfu þegar að unglingur lendir á refilstigu - verður vonandi einhvern tímann metið út frá réttum forsendum og þá mun þeir sem þessu ráða sjá hve vel fé til velferðamála æskunnar nýtist í raun og veru.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli