miðvikudagur, 2. febrúar 2005

Er mjög ánægður með Víðistaðaskóla

Flott skólasamfélag og þrátt fyrir mikið rask vegna byggingaframkvæmda í vetur þá gengur skólastarfið með ágætum, sem er auðvita með ólíkindum, en gengur samt sem áður vegna þess að skólasamfélagið leggst á eitt til að svo megi verða, með ómældri fyrirhöfn. Félagsmiðstöðin Hraunið býr við góðan kost og blómlegt félagslíf auðgar andann og bætir mannlífið hjá unglingunum.

Er alveg sérstaklega ánægður með kennara dóttur minnar hana Eddu Jónasardóttur. Edda er einstakur mannvinur og KENNARI með stórum staf sem nýtur mikillar virðingar sinna nemenda, er þeim fyrirmynd og læriföður og sýnir okkur með störfum sínum hve gríðarlega mikilvægt kennarastarfið er.

Góður kennari verður aldrei metin til fjár og þetta smáræði sem bæjarfélögin eru reiðubúin til að greiða kennurum í laun er ekki í nokkru samræmi við mikilvægi þeirra starfa sem þar fara fram..Sorgleg skammsýni og skussamennska því gott og farsælt skólastarf er undirstöðuatrið allrar framþróunar samfélagsins, þar á auðvitað ekki að spara? “Sparnaður” í þeim ranni er í raun sóun.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli