mánudagur, 7. febrúar 2005

Kengúrur, krókódílar og annað ómeti?

Kengúrur, krókódílar og annað ómeti? Myndi einhver segja en öðru nær segi ég. Fer víða starfa minna vegna, en þó ekki alla leið til Ástralíu eins og ágæta lesendur gæti verið farið að gruna þegar að hér er komið sögu.

Var hins vegar í Kaupmannahöfn sem stjórnarmaður í verkefnastjórn UiN í þeim ánægjulegu erindagjörðum að gera upp og fara yfir framkvæmd hins afar velheppnaða unglingamenningamóts Ung i Norden sem haldið var í Hurrup á Jótlandi s.l. sumar.

Brá mér eitt kvöldið á ástralskan veitingastað í miðborginni. Bragðaði þar hina áströlsku flóru, krókódíl, kengúru, emu sem er fugl af ætt strúta og flís af nautakjöti. Allt saman mikið góðgæti og ekki spurning um að ef þetta er hinn "ástralski þorramatur" þá er það verulegt ánægjuefni að blóta þann þorrann.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli