laugardagur, 20. október 2007

Börn, unglingar og brennivín í búðum

Hvar eru talsmenn barna og ungmenna á Alþingi. Veit reyndar um nokkra sem hafa dug til þess að standa með börnum og unglingum í þessu samfélagi og taka yfirvegaða, ábyrga og upplýsta afstöðu á móti frumvarpi um sölu áfengis í matvörubúðum.

Sú staðreynd liggur fyrir að sala áfengis í verslunum muni leiða til verulega aukinnar áfengisneyslu barna og unglinga með tilheyrandi vandamálum. Þessa reynslu þarf ekki að sækja langt enda dæmin um slíkt allt í kringum okkur, frá Danmörku , Svíþjóð og Finnlandi svo nokkru dæmi séu nefnd, dæmi sem ekki er deilt um.

Þegar að málflutningur byggir á rangindum eins og að þetta hafi ekkert að segja gangvart íslenskum börnum og unglingum þá veltir maður fyrir sér í hvaða erindagjörðum flutningsmenn frumvarpsins eru? Ekki er ferðalagið í þágu velferarsjónarmiða gagnvart æsku þessa lands því ljóst má vera að aukin vandamál barna og unglinga eru léttvæg fundin og mun veigaminni en þau “meintu” þægindi miðaldra karlmanna að geta kippt með sér einni rauðvínsflösku í matvörubúðinni til að sötra með kjötbollunum og öðrum hversdags mat á virkum dögum. Fjarlægðin frá eigin nafla má ekki ráð för, málið er miklu stærra en það og auðvitað á velferð barna og unglinga að vera í öndvegi.

2 ummæli:

  1. Langar til taka undir orð þín í þessum pistli og bæta við með því að vísa í orð mikils metins barnageðlæknis í Bretlandi (Philip Graham), sem var kominn á þá skoðun eftir að hafa fylgst með þessum málum í Bretlandi í áratugi, að eina leiðin til að draga úr gífurlegri unglingadrykkju þar, væri að leggja meiri hömlur á aðgang þeirra að áfengum drykkjum. Aukið aðgengi þýðir aukin neysla - reynsla og rannsóknir staðfesta það svo ekki verður um villst.

    SvaraEyða
  2. þeir sem vilja getað kippt með sér víni heim eru líka frekar mikið í svona ,,á ég að gæta bróður míns?'' fíling.

    eitt ótengt sem ég lærði á Lýðheilsustöð um daginn og er magnað er það að eftir að íslendingar tóku upp ,,bætta'' vínmenningu þá jókst heildarneysla áfengis og nú erum við að ná dönum. Íslendingar eru orðnir svo kúltíveraði að þeir eru farnir að fá sér glas/glös með matnum á virkum dögum en kippa helgarfylleríunum ekki út svo að heildarmagn innbyrtra áfengislítra hjá íslendingum á ári er að aukast.
    -Ösp

    SvaraEyða